„Mér brá við að sjá verðið“

Verðlag á Íslandi er umtalað á meðal erlendra ferðamenna sem virðast margir heimsækja landið þrátt fyrir að vita að ferðin komi til með að létta pyngjuna verulega. mbl.is ræddi við nokkra ferðamenn í gær um verðlagið og þeir voru sammála um að hér væri dýrt að vera þó þeir væru ánægðir með dvölina. 

Ummæli Renatos Gruenenfelder, framkvæmdastjóra Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar, um verðlag og þjónustu hér á landi á fundi KPMG í gær vöktu mikla athygli þar sem hann sagði kostnað við dvöl á þriggja stjörnu hóteli í Vík sambærilegan því að vera á fimm stjörnu hóteli á Manhattan í New York.

mbl.is ræddi við ferðamenn í Reykjavík um verðlagið og upplifun sína af dvölinni á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert