Opið í Hlíðarfjalli í dag

Þessir eldhressu ÍR-ingar eru meðal þátttakenda á 39. Andrésar andar-leikunum …
Þessir eldhressu ÍR-ingar eru meðal þátttakenda á 39. Andrésar andar-leikunum í Hlíðarfjalli. Skapti Hallgrímsson

Opið verður í Hlíðarfjalli í dag frá klukkan 8 til 16 og eru aðstæður til skíðaiðkunar afar góðar.

Andrésar andar-leikarnir í skíðaíþróttum voru settir í Íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöldi. Nú þegar hafa um 750 börn á aldrinum sex til fimmtán ára verið skráð í mótið frá átján íþróttafélögum á landinu en mótið er stærsta skíðamót sem haldið er hér á landi.

Keppni hefst í dag og lýkur um miðjan laugardaginn.

Alls má gera ráð fyrir að um 2.500 manns sæki leikana þegar þjálfarar, foreldrar og fjölskyldur keppenda eru talin með. Þrjú börn frá Bandaríkjunum og sex frá Noregi taka þátt í leikunum í ár.

Keppt var á snjóbrettum í fyrsta skipti á leikunum árið 2012. Fjöldi þátttakenda í þeim greinum hefur nánast tvöfaldast frá því í fyrra.

Leikarnir í ár eru þeir 39. í röðinni en þeir standa fram á laugardag. Aðstæður í Hlíðarfjalli eru sagðar með allra besta móti nú og veðurspáin er góð.

Hlíðarfjall í beinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert