Þóra hinn fullkomni kandídat

Þóra Arnórsdóttir var þunguð af sínu þriðja barni þegar hún …
Þóra Arnórsdóttir var þunguð af sínu þriðja barni þegar hún bauð sig fram til forseta Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yale háskólinn í Connecticut í Bandaríkjunum sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem greint er inngöngu Þóru Arnórsdóttur í World Fellow námskeið skólans, fyrst Íslendinga. Þar segir að Þóra sé fullkominn kandídat í námskeiðið og muni leggja hópnum til sterka sýn og mikla hæfileika.

„Líkt og fyrri hópar samanstendur Yale World Fellows hópurinn 2014 af kraftmiklum, áhrifamiklum sérfræðingum sem eru staðráðnir í því að stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu. [Þóra] Arnórsdóttir smellpassar í það mót og mun leggja hópnum til mikla hæfileika og sterka sýn,“ er haft eftir framkvæmdastjóra námskeiðsins, Micheal Capello sem er prófessor í barnalækningum við læknadeild Yale.

Hann segir jafnframt að markmið námskeiðsins sé að veita leiðtogaefnum víðsvegar að úr heiminum, eins og Þóru, tækifæri til að gera hlé frá daglegum störfum til að móta persónulega sýn sína og faglega stefnumörkun til að geta stuðlað aukið áhrif sín.

Í fréttatilkynningu Yale háskóla segir að þrátt fyrir að Þóra hafi beðið lægri hlut í forsetakosningunum 2012 hafi framboð hennar hrint af stað mikilli umræðu á Íslandi um kynjahlutverk og jafnrétti, þar sem hún var gengin 8 mánuði með sitt þriðja barn þegar hún bauð sig fram.

Haft er eftir forseta Yale, Peter Salovey, að það séu forréttindi fyrir skólann að fá þangað 16 manna hópinn sem Þóra er hluti af. Þau auðgi lærdómsferli annarra nemenda með þátttöku í fyrirlestrum og umræðum innan veggja skólans, og með því að vera leiðbeinendur sjálf.

Sjá einnig: „Troðfull kista af tækifærum“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert