Heiður að fá Morgunblaðsskeifuna

Þau fengu verðlaunin á skeifudaginn, Björgvin Búi Jónasson, Jósef Gunnar …
Þau fengu verðlaunin á skeifudaginn, Björgvin Búi Jónasson, Jósef Gunnar Magnússon, Elísabet Thorsteinson skeifuhafi og Skafti Vignisson sem fékk framfaraverðlaun Reynis Aðalsteinssonar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Elísabet Thorsteinson, búfræðinemi frá Syðri-Gróf í Flóa, stóð sig best í hrossaræktaráfanga nemenda Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, og fékk hina eftirsóttu Morgunblaðsskeifu.

Afhendingin fór fram á skeifudegi hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri í gær.

„Mér finnst mesti heiðurinn fólginn í því að fá Morgunblaðsskeifuna. Ég hefði ekki getað hugsað mér að ljúka vetrinum á betri hátt,“ segir Elísabet í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert