Prestur fetar í fótspor afa síns

Helgi Guðnason prestur fetar í fótspor Einars Gíslasonar, föðurafa síns, …
Helgi Guðnason prestur fetar í fótspor Einars Gíslasonar, föðurafa síns, sem forstöðumaður í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tveir prestar taka við stjórnartaumunum í Fíladelfíukirkjunni í júní en á aðalfundi kirkjunnar síðastliðinn þriðjudag var ákveðið að tveir prestar skyldu sinna störfum forstöðumanns kirkjunnar, þeir Helgi Guðnason og Aron Hinriksson. Taka þeir við af Verði Leví Traustasyni.

Athygli vekur að Helgi fetar með þessu í fótspor afa síns en föðurafi Helga var Einar Gíslason sem var til margra ára forstöðumaður í Fíladelfíu í Reykjavík og Betel í Vestmannaeyjum.

„Þetta er ekki með vilja gert. Ég er alinn upp í kirkjunni og þekki sögu hennar vel. Líf mitt hefur því alltaf verið samofið kirkjustarfinu en þetta er starf sem velur mann frekar en öfugt,“ segir Helgi í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert