Vilja Norðmenn semja við Ísland?

Makrílveiðar á Vigra RE 71.
Makrílveiðar á Vigra RE 71. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra kveðst ánægður með þá yfirlýsingu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandins gaf út í liðinni viku.

Þar sem sagði m.a.: „Tilkynning Íslands um einhliða makrílkvóta er jákvætt skref. Hann kemur heim og saman við þá hlutdeild sem Íslendingar höfðu áður farið fram á í makrílviðræðum strandríkjanna. Það er að segja 11,9% af 1.240.000 tonnum.“

„Það var mjög ánægjulegt að heyra yfirlýsingu talsmanns Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB. Við höfum alltaf sagt að við sjáum ekki fyrir okkur að fara inn í samninginn á þessu ári, þar sem við erum búnir að gefa út einhliða kvóta og samningur ESB, Færeyja og Noregs felur í sér verulega ofveiði. En á næsta ári, svo fremi sem allir samþykki að fara eftir veiðiráðgjöf, getum við hugsað okkur að vera aðilar að samningnum,“ segir Sigurður Ingi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert