Enginn lagt í slíkt verkefni áður

Brynjar Karl er 11 ára gamall einhverfur drengur með háleit markmið, hann ætlar að verða fyrstur til að byggja ríflega 6 metra langa eftirlíkingu af hinu sögufræga Titanic.56 þús. legókubba þarf í verkið en starfsmaður Legó var á landinu á dögunum og afhenti Brynjari kubba og veitti honum ráðgjöf. 

Keith Siversen, sem starfar hjá Lego, segir flesta sem ráðast í slík stórverkefni vera fullorðna og því hafi verkefnið strax vakið áhuga fyrirtækisins. Mikilvægt sé að rétt sé farið af stað og því hefur Brynjar fengið ráðgjöf um hvernig best sé að ganga í verkið og hvar hægt sé að finna upplýsingar um hönnun skipsins.

Brynjar Karl, sem safnar nú kubbum og pening til að kaupa kubba í verkið, hefur fengið aðstoð hjá afa sínum við hönnun skipsins og hann er bjartsýnn á að ná að klára verkið í septembermánuði. Siversen heilsaði upp á Brynjar Karl og vini hans, sem eru líka einhverfir og ætla að aðstoða hann við verkið, í frístundaheimilinu Hofi á dögunum og mbl.is var á staðnum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert