Héraðsdómi gert að dómkveða matsmenn

Lögregla kemur með Annþór fyrir dóm
Lögregla kemur með Annþór fyrir dóm

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Suðurlands sem féllst á kröfu verj­enda Annþórs Kristjáns Karls­son­ar og Bark­ar Birg­is­son­ar um að dóm­kveða tvö er­lenda sér­fræðinga til að fara yfir mat rétt­ar­meina­fræðings á krufn­ing­ar­skýrslu í máli ákæru­valds­ins á hend­ur þeim. Er það niðurstaða Hæstaréttar að héraðsdómur hafi ekki farið eftir meginreglu laga um meðferð sakamála og haft frumkvæði að vali á matsmönnum líkt og hann átti að gera strax og hann féllst á dómskvaðningu yfirmatsmanna 27. nóvember 2013.
Hæstiréttur átelur í dómi sínum þann drátt sem orðið hefur á dómkvaðningu yfirmatsmanna í málinu.

Héraðsdómi er gert að dómkveðja  hæfa og óvilhalla menn til að framkvæma yfirmat vegna matsgerðar Þóru S. Steffensen 4. mars 2013 og svara þeim spurningum sem greinir í yfirmatsbeiðnum.

Annþór og Börk­ur eru ákærðir fyr­ir að hafa í sam­ein­ingu veist með of­beldi á fanga á Litla-Hrauni og veitt hon­um högg á kvið með þeim af­leiðing­um að rof kom á milta og á bláæð frá milt­anu sem leiddi til dauða hans skömmu síðar af völd­um inn­vort­is blæðinga.

Þann 17. maí 2012 kl. 19:53 var lögreglu tilkynnt að endurlífgun stæði yfir í fangelsinu Litla Hrauni á fanga sem hefði komið í fangelsið daginn áður og verið í mikilli fíkniefnaneyslu. Endurlífgun bar ekki árangur og var fanginn úrskurðaður látinn skömmu síðar. Réttarmeinafræðingur hafi samband við lögreglu nokkrum dögum síðar og sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að fanginn hefði látist af völdum innvortis áverka sem stafað hafi af sprungnu milta og rifinni æð og væri áverkinn talinn af völdum þungs höggs. Eftir að upptökur úr eftirlitsmyndavélum höfðu verið skoðaðar beindist grunur lögreglu að Annþóri og Berki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert