Síðast úr umslaginu í fjórða sinn

Pollapönk á sviðinu í gærkvöldi.
Pollapönk á sviðinu í gærkvöldi.

Spennan hefur eflaust verið orðin mikil í gærkvöldi þegar komið var að tíunda umslaginu. Sumir hafa eflaust verið búnir að afskrifa litríku, miðaldra karlmennina sem vilja enga fordóma og mættu í kjólum á opnunarhátíð Eurovision í Kaupmannahöfn. 

Allt kom fyrir ekki, Ísland kom upp úr umslaginu og fær Pollapönk því annað tækifæri á laugardaginn til að heilla Evrópubúa. 

Árið 2009 var fyrirkomulagi kosninganna í Eurovision breytt. Nú eru tvö undanúrslitakvöld og getur öll Evrópa kosið, hvort sem landsmenn eiga framlag í undankeppninni eða ekki. Frá því að þessar breytingar voru gerðar, hefur Ísland fjórum sinnum komið síðast upp úr umslaginu.

Fyrst var það Jóhanna Guðrún í Moskvu

„Spennan var orðin alveg fáránleg. Það á ekki að gera manni þetta í síðasta umslaginu. Þetta var aðeins of mikið,“ sagði Óskar Páll Sveinsson, höfundur lagsins Is It True? í samtali við Sigmar Guðmundsson eftir að ljóst var að Jóhanna Guðrún hafði náð að heilla Evrópu upp úr skónum á sviðinu í Mosvku í Rússlandi árið 2009.

Heru grunaði að þetta yrði svona

„Ég hef haft svo góða tilfinningu fyrir þessu og svo var salurinn að hrópa: Áfram Ísland. Þannig það var ekkert annað í boði og ég vissi að við færum áfram. Mig grunaði að þetta yrði svona og að við kæmum upp síðust. Okkur er spáð góðu gengi, þá eiga þeir þetta til og keyra upp spennuna,“ sagði Hera Björk Ólafsdóttir. Hún flutti framlag Íslendinga, Je Ne Sais Quoi, á sviðinu í Osló í Noregi árið 2010.

Fullkomnlega í takt við stríðnina í Sjonna

Vinir Sjonna þurftu einnig að bíða fram að tíunda umslaginu í Dusseldorf í Þýskalandi árið 2011. Matthías Matthíasson, Matti Matt, sagði að það hefði verið fullkomnlega í takt við stríðnina í Sjonna, Sigurjóni Brink, höfundi lagsins sem lést í janúar sama ár, að láta draga Íslendinga upp úr síðasta umslaginu. Vinir Sjonna fluttu lagið Coming Home.

Gréta Salóme og Jónsi komust einnig áfram í úrslitin árið 2012 í Bakú í Aserbaidjan og það sama gilti um Eyþór Inga Gunnlaugsson í Malmö í Svíþjóð í fyrra, þar sem hann söng Ég á líf. Þau þurftu aftur á móti ekki að bíða fram að tíunda umslaginu.

Varð gríðarlega glaður

„Ég ætla að ekki að neita því að menn voru farn­ir að ef­ast. Við vor­um alls ekk­ert viss­ir um að kom­ast áfram fyr­ir­fram,“ sagði Arnar Gísla­son, tromm­ari í Pollapönki, í samtali við mbl.is eftir að úrslit lágu fyrir í gærkvöldi.

Ég vonaði það að sjálf­sögðu en þegar það var bara eitt land eft­ir var ég far­inn að búa mig und­ir að falla út. En þá hugsaði ég: Við átt­um gott „run“ og það var fá­rán­lega gam­an að koma þess­um boðskap á fram­færi. Þá kom­um við upp úr þessu um­slagi og ég varð gríðarlega glaður,“ sagði Arnar.

Pollapönk stígur því aftur svið í Kaupmannahöfn á laugardaginn og flytur framlag Íslands, No Prejudice.

Löndin sem komust áfram í fyrri undankeppninni í gærkvöldi

  • Svart­fjalla­land
  • Ung­verja­land
  • Rúss­land
  • Armen­ía
  • Aser­baíd­sj­an
  • San Marínó
  • Úkraína
  • Svíþjóð
  • Hol­land
  • Ísland
Ísland var síðasta landið upp úr umslaginu í Moskvu árið …
Ísland var síðasta landið upp úr umslaginu í Moskvu árið 2009.
Framlag Íslands árið 2010, Je Ne Sais Quoi, var einnig …
Framlag Íslands árið 2010, Je Ne Sais Quoi, var einnig síðast upp úr umslaginu. AFP
Vinir Sjonna þurftu einnig að bíða eftir tíunda og síðasta …
Vinir Sjonna þurftu einnig að bíða eftir tíunda og síðasta umslaginu árið 2011 í Dusseldorf í Þýskalandi. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert