Fyrstu hrefnurnar veiddar

Með hrefnu á síðunni.
Með hrefnu á síðunni. mbl.is/Árni Sæberg

Nýtt hrefnuveiðitímabil er hafið og þegar hafa veiðst tvær hrefnur í Faxaflóa.

Gunnar Bergmann Jónsson, talsmaður IP útgerðar, sem gerir út hrefnuveiðibátana Hafstein SK og Hrafnreyði KÓ, segir að ekki hafi gengið nógu vel í fyrra, en þá veiddust 38 dýr. „Stefnan er að ná 50 núna,“ segir hann.

Fyrirtækið er með eigin vinnslu og vinnur allt hráefnið til sölu á veitingastöðum og í verslunum. Tæplega 20 manns vinna við veiðar og vinnslu í sumar hjá fyrirtækinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert