Lúmsk einkenni sem skerða lífsgæði

Ása Björg Valgeirsdóttir, formaður Skjaldar, nýstofnaðs félags um skjaldkirtilssjúkdóma.
Ása Björg Valgeirsdóttir, formaður Skjaldar, nýstofnaðs félags um skjaldkirtilssjúkdóma. mbl.is/Kristinn

„Ýmislegt bendir til þess að margir séu með ógreind skjaldkirtilsvandamál, eða rangt greindir, og þar af leiðandi ómeðhöndlaðir eða vanmeðhöndlaðir svo það veitir ekki af að halda utan um þennan hóp,“ segir Ása Björg Valgeirsdóttir, formaður Skjaldar, nýstofnaðs félags um skjaldkirtilssjúkdóma.

Truflanir á skjaldkirtli hafa margvísleg einkenni sem valda smám saman aukinni vanlíðan og skerða lífsgæði fólks til lengri tíma. Fæstir gera sér grein fyrir hversu víðtæk áhrif truflun á skjaldkirtlinum hefur á líkamann og líðan okkar og margir eiga erfitt með að lýsa einkennunum fyrir læknum þar sem þeir setja þau ekki öll í samhengi og telja ekki alltaf um eiginleg sjúkdómseinkenni að ræða, heldur kannski bara leti, eigin skapgerðargalla eða sjálfskapað vandamál á borð við rangt mataræði og óreglulegan svefn.

„Til að byrja með ætlum við að einbeita okkur að því að kynna sjúkdóminn fyrir fólki og fræða það um einkennin. Við viljum að fólk viti að það standi ekki eitt, fleiri geta verið að kljást við sama vandamálið og geta gefið ráð því það er ýmislegt sem hægt er að gera til að bæta líðanina,” segir Ása en fyrsti fundur Skjaldar verður haldinn 26. maí.

Nánari umfjöllun er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert