Sigmundur fer til Djúpavogs

Kristján Ingimarsson, íbúi á Djúpavogi, færði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, undirskriftir 150 íbúa Djúpavogs í dag þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að treysta byggð í bæjarfélaginu. Á fundi þeirra að afhendingunni lokinni sagðist Sigmundur fylgjast vel með stöðunni og að hann muni heimsækja bæjarfélagið eftir að þingi lýkur.  

Um 50 manns starfa nú við fiskvinnslu hjá Vísi á Djúpavogi en fyrirtækið mun flytja alla starfsemi sína til Grindavíkur á næstu mánuðum og 30 íbúar hafa ákveðið að fylgja fyrirtækinu þangað.

Frétt mbl.is: Áhrifin hríslast um allt samfélagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert