Fylgi framboða breytist lítið

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur mbl.si/Eggert Jóhannesson

Litlar breytingar eru á fylgi flokka í Reykjavík frá síðustu könnun þjóðarpúls Gallup og breytist fylgi framboða á bilinu 0,1 til 0,9 prósentustig. Eru þetta niðurstöður úr netkönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 7. til 21. maí sl.

Ef kosið yrði til borgarstjórnar nú segist nær 31% munu kjósa Samfylkinguna, næstum 24% Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 21% Bjarta framtíð, um 10% Pírata, rúmlega 8% Vinstrihreyfinguna - grænt framboð, liðlega 4% Framsóknarflokk og flugvallarvini, tæplega 2% Dögun í Reykjavík og nær 1% Alþýðufylkinguna.

Þeir sem ekki taka afstöðu eða neita að gefa hana upp eru liðlega 12% svarenda en rúmlega 8% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef borgarstjórnarkosningar færu fram í dag.

Ef borgarfulltrúum er skipt milli flokka út frá niðurstöðum könnunarinnar fengi Samfylkingin fimm borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð fjóra hvor og Píratar og Vinstrihreyfingin - grænt framboð sinn hvorn borgarfulltrúann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert