17,5 milljarðar ekki verið gefnir upp

Miklum fjármunum er skotið undan í ferðaþjónustunni.
Miklum fjármunum er skotið undan í ferðaþjónustunni. mbl.is/Golli

Gera má ráð fyrir að frá árinu 2010 til og með 2013 hafi velta upp á rúma 17,5 milljarða í gistiþjónustu á einn eða annan hátt ekki verið gefin upp til virðisaukaskatts.

Eru þá ótaldir aðrir skattstofnar ríkis og sveitarfélaga. Árni Sverrir Hafsteinsson, annar höfunda skýrslu um skattsvik í ferðaþjónustu, áætlaði þetta að beiðni Morgunblaðsins.

„Sá útskattur sem af þessari upphæð hefði átt að innheimtast nemur rúmum 1,2 milljörðum. Þrátt fyrir þetta er óvíst hverjar eru tapaðar virðisaukaskattstekjur af þessum völdum,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag. Fram kemur í skýrslu að algengt sé að einstaklingar sem fái boð um störf í ferðaþjónustu geri þá kröfu að laun þeirra séu ekki gefin upp til skatts.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert