Framsókn og flugvallarvinir með einn mann

Framsókn og flugvallarvinir ná inn einum manni í Reykjavík samkvæmt nýjustu könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka í Reykjavík ná. Þeir mælast með 6,8% fylgi. Samfylkingin og Björt framtíð mælast saman með 54,9%, Sjálfstæðisflokkur fær 22,1% og Píratar og Vinstri grænir ná inn einum manni hvort.

Könnunin var framkvæmd dagana 26.-28. maí og alls svöruðu 917 Reykvíkingar 18 ára og eldri. Alls gáfu 85,3% svarenda upp afstöðu til flokkanna. 

Samfylkingin bætir við sig 3,2% fylgi og mælist nú með 32,7%. Fær hún þar með 5 borgarfulltrúa. 

Björt framtíð hefur frá síðustu könnun lækkað um 1,8% og mælist nú með 22,2%. Rétt á hæla Bjartrar framtíðar kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 21,6% og hefur flokkurinn því aukið við sig um 0,5% frá síðustu könnun. Þótt mjótt sé á mununum á milli Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks fær Björt framtíð 4 borgarfulltrúa og Sjálfstæðiflokkurinn 3. 

Píratar, Framsókn og flugvallarvinir og Vinstri grænir ná öll inn einum manni hvort samkvæmt könnuninni. Mælast Píratar með 7,5% fylgi á meðan bæði Framsókn og flugvallarvinir og Vinstri grænir mælast með 6,8%. 

Sjá könnun MMR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert