Fimmtán milljónum úthlutað til Geysis

Rúmlega 380 milljónum verður úthlutað til uppbyggingar á ferðamannastöðum í sumar. stækka

Rúmlega 380 milljónum verður úthlutað til uppbyggingar á ferðamannastöðum í sumar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hverasvæðið Geysir fær úthlutað fimmtán milljónum króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum í sumar. Fjármununum er ætlað til framkvæmda á stígum og öryggisgrindverkum, að því er segir í frétt á vef iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. 

Úthlutað er fjörutíu milljónum króna til framkvæmda hjá Dettifossi, þar af er fimmtán milljónum ætlað til framkvæmda á nýjum hundrað fermetra útsýnispalli við Dettifoss að vestan og 25 milljónum til framkvæmda á nýjum 260 metra löngum göngupalli við Dettifoss að vestan.

Alls er úthlutað styrkjum upp á 380 milljónir króna til 88 verkefna um land allt sem talin eru brýn vegna verndunar eða öryggissjónarmiða og þola ekki bið.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í dag reglugerð um úthlutun styrkjanna.

Um er að ræða framkvæmdir á gönguleiðum eða göngustígum sem liggja undir skemmdum. Þá þarf víða að koma upp öryggisgrindverkum og pöllum við fossa og hveri til að tryggja öryggi ferðamanna en talið er að slysahættan sé veruleg á mörgum þessara staða.

Reglugerðin setur ramma um úthlutunina og er í henni kveðið á um hvaða verkefni eru styrkhæf, hvaða kröfur eru gerðar til styrkþega og eftirlit um framvindu verkefna.

Þá er fimmtán milljónum króna úthlutað til byggingar fimmtíu fermetra útsýnispalls við Svartafoss í Vatnajökulsþjóðgarði og aðgerða á svæðinu til að hefta rof. Tíu milljónum er einnig úthlutað til lagfæringa á göngustíg að Svartafossi.

Heildarlisti um verkefni sem fá styrk

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Kleinuhringjaæði á Laugaveginum

11:46 Fólk leggur ýmislegt á sig þegar réttu verðlaunin eru í boði og óhætt er að segja að hálfgert kleinuhringjaæði hafi gripið um sig á Laugaveginum í gærkvöldi og í morgun þegar ríflega hundrað manns biðu eftir að kleinuhringjakeðjan Dunkin Donuts opnaði en ársbirgðir af kleinuhringjum voru í boði. Meira »

640 bílar um Héðinsfjörð á dag

11:36 Mikil aukning hefur verið á umferð um Héðinsfjarðargöng það sem af er ári. Þetta kemur fram á vefnum Siglfirðingi en þar segir að samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni á Akureyri hafi hún aukist um 5,4 prósent borið saman við sama tímabil á síðasta ári. Meira »

Maðurinn mætti í læknisrannsókn

10:59 „Hann fór í læknisrannsókn en mætti ekki í blóðprufurannsóknir,“ segir Þórólfur Guðnason, staðgengill sóttvarnalæknis, í samtali við mbl.is og vísar í máli sínu til nígeríska hælisleitandans sem grunaður er um að hafa smitað konur hér á landi af HIV. Meira »

Styðja þarf við bakið á vinnandi mæðrum

10:42 Alþjóðleg brjóstagjafavika stendur nú yfir. Hún er haldin árlega og markmiðið er að undirstrika mikilvægi brjóstagjafar fyrir börn heimsins. Samkvæmt Unicef er mikilvægt að löggjöf landa miði að því að styðja við bakið á mæðrum sem eru með börn á brjósti en þurfa að fara til vinnu fljótlega eftir fæðingu þeirra. Meira »

Voru hræddar við pollinn

10:00 Erlendir ferðamenn á bílaleigubíl, tvær konur, festu sig utan vegar við polla skammt norðan Nýjadals á Sprengisandsleið um verslunarmannahelgina. Greinilega afmökuð akstursleið er í gegnum pollana tvo og vatnið í þeim ekki djúpt. Meira »

„Hann féll fyrir eigin hendi“

09:55 Fanný Kristín Heimisdóttir ætlar að skokka 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Á sama tíma safnar hún áheitum fyrir Birtu sem eru landssamtök foreldra sem misst hafa börn eða ungmenni í skyndilegum dauðdaga. Sjálf missti hún ungan mann sem féll fyrir eigin hendi. Meira »

Stálu bíl þegar þau losnuðu úr haldi

09:01 Ungmenni sem voru handtekin af lögreglunni á Selfossi í gær eftir að hafa ekið bifreið út af Kjalvegi í fyrrinótt gerðu sér lítið fyrir og stálu annarri bifreið þegar þeim var sleppt úr haldi. Meira »

Bitist um kleinuhringina

09:42 Yfir tvö hundruð manns biðu við dyrnar á Dunkin' Donuts þegar opnað var fyrir gesti og gangandi klukkan níu.  Meira »

Ítrekað látinn sæta nálgunarbanni

08:42 Hæstiréttur vísaði frá kæru lögfræðings manns sem er gert að sæta brottvísun af heimili sínu og nálgunarbanni þar sem kærufrestur var útrunninn þegar kæran barst. Meira »

Harðnandi samkeppni í ölsölu

08:18 Hitamet hafa ekki verið slegin í sumar en þó hefur blíðviðri verið ráðandi, sérstaklega í júlí. Mikill fjöldi ferðamanna og borgarbúa hefur sótt í miðbæinn í sólinni og notið sín við Austurvöll. Meira »

Rúmlega 80 í biðröðinni

08:07 Rúmlega áttatíu manns eru nú í biðröð fyrir utan Dunk­in' Donuts staðinn sem verður opn­aður á Lauga­veg­in­um klukkan 9. Þau fyrstu voru mætt í röðina í gærkvöldi, en 50 fyrstu viðskipta­vin­irn­ir fá klippi­kort sem fær­ir þeim kassa með sex kleinu­hringj­um í hverri viku í heilt ár. Meira »

Eitt af sjö reiðhjólum löglegt

07:57 Brautin – bindindisfélag ökumanna hefur gefið út niðurstöður árlegrar könnunar sinnar á öryggisbúnaði reiðhjóla í verslunum.  Meira »

Skylt að bjóða út

07:37 Tvö dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, Veitur ohf. og Vatns- og fráveita ohf., birtu auglýsingu í dagblöðunum um helgina þar sem þau biðja um tilboð í raforkukaup frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2017. Meira »

Stal bíl, fötum og skóm

06:23 Lögreglunni barst tilkynning um þjófnað úr starfsmannaðstöðu fyrirtækis í Laugardal um ellefuleytið í gærkvöldi. Þar hafði verið stolið fatnaði, skóm og lyklum að bifreið. Hafði þjófurinn notað lyklana og stolið bifreiðinni á stæði fyrir utan fyrirtækið. Meira »

Vann eignaspjöll á héraðsdómi

06:16 Lögreglan handtók mann í annarlegu ástandi í Austurstræti um tvöleytið í nótt. Maðurinn er grunaður um eignaspjöll en þegar lögreglu bar að var hann með úðabrúsa að skrifa á veggi Héraðsdóms Reykjavíkur. Meira »

Varað við skriðuhættu

06:28 Nú er talsverður vöxtur í ám og lækjum meðfram austurströndinni. Búast má við áframhaldandi vatnavöxtum og mögulega skriðuhættu á svæðinu fram á miðvikudagskvöld. Meira »

Hótaði að skaða sjálfan sig

06:19 Maður í annarlegu ástandi var handtekinn fyrir utan hús í Kórahverfi í Kópavogi á öðrum tímanum í nótt. Maðurinn hélt á tveimur hnífum og hótaði að skaða sjálfan sig. Meira »

Metfjöldi með Herjólfi í júlí

05:30 „Við fluttum 74.000 farþega með Herjólfi í júlí. Þetta er stærsti einstaki mánuður í flutningum Herjólfs frá upphafi. Fyrra met var 66.000 farþegar og var frá júlí 2012. Þetta var algjör sprengjumánuður.“ Meira »
MÁLVERK TIL SÖLU
Er eftir Soffíu Sæmundsd. Bæjarlistamaður Garðabæjar 2014. Stærð 130 x 56 sm. ...
ROTÞRÆR-VATNSGEYMAR-LINDARBRUNNAR
Rotþrær-vatnsgeymar- lindarbrunnar. Rotþrær og siturlagn...
GORMUN OG KJÖLLÍMING
Samskipti - prentlausnir fyrir skapandi fólk...
Sjónvarp
Til sölu MIRAI 27" sjónvarp m. fjarstýringu, mjög lítið notað. Uppl. í síma 848-...
 
Útboð mjólkárvirkjun
Tilboð - útboð
Orkubú Vestfjarða ohf. www.o...
Orv 2015-17
Tilboð - útboð
ÚTBOÐ Orkuveita Reykjavíkur - Veitur...
Styrkir frá vinum vatnajökuls
Styrkir
Stjórn Vina Vatnajökuls augl...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naud...