Eldingar og haglél á Suðurlandi

„Skúraskýin í dag á S-helmingi landsins eru háreist og má búast við eldingum úr sumum þeirra,“ segir á Veðurstofu Íslands og hafa íbúar á Suðurlandi staðfest við mbl.is að háværar drunur hafi heyrst að undanförnu, jafnvel þannig að hús léku á reiðiskjálfi. Samfara eldingaveðrinu dundu yfir Sunnlendinga haglél.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var á Selfossi eftir hádegið var úrkoman mikil og þótti mörgum óvanalegt að sjá haglél í júní, ekki síst þar sem hitinn var um tíu stig. Áfram má búast við þrumum og eldingum, jafnvel haglél, á Suðurlandi í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert