Ferðamenn skapa slysahættu

Erling segir mikla hættu skapast þegar ferðamenn fara út á …
Erling segir mikla hættu skapast þegar ferðamenn fara út á vegi að taka myndir. Mynd/Erling Valur

Stórhætta getur skapast ferðamenn hlaupa út á vegi til þess að taka myndir að sögn atvinnubílstjóra. Hann segir slysahættuna vera gríðarlega meðfram Suðurströndinni þar sem snögglega getur þurft að beygja yfir á öfuga akrein til að forðast ákeyrslu.

„Menn stoppa alls staðar úti á vegum með hurðarnar opnar til þess að fara út og taka mynd. Ég er fljótari að keyra í hálkunni á veturna heldur en á sumrin,“ segir Erling Valur, atvinnubílstjóri.

Hann segir vegina vera mjóa og að hættan sé vís þegar tveir bílar mætast í stöðunni. Sérstaklega þegar blindhæðir eru annars vegar. „Þetta er bara hugsunarleysi hjá þeim. Við búum í stórkostlegu landi og ég skil þá vel að vilja taka mynd en þetta gengur ekki,“ segir hann. „Undantekningarlaust eru ferðamenn úti á brúnni hjá Jökulsárlóni að taka myndir.“

Erling telur að vandann mætti að einhverju leyti leysa ef bílaleigur myndu einfaldlega vara ferðamenn við hættunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert