Tímasetningu breytt vegna veðurs

Best er að fylgjast með flugvélunum frá Sólfarinu við Sæbrautina.
Best er að fylgjast með flugvélunum frá Sólfarinu við Sæbrautina. Eggert Jóhannesson

Flugrákir, nýtt verk eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur verður lokaverk Listahátíðar Reykjavíkur 2014. Verkið verður ekki flutt í dag eins og til stóð heldur á morgun, föstudag,  klukkan 17:45. Áhorfendum er bent á að safnast saman við Sólfarið á Sæbrautinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listahátíð.

Verkið tekst á loft, í bókstaflegri merkingu, yfir Kollafirði. Tvær listflugvélar teikna form innblásið af bylgjum Guðseindarinnar, sem er einnig þekkt sem Higgs-ögnin. Samtímis mun Kvennakórinn Katla túlka ferðalag flugvélanna og verður þeim söng útvarpað beint á Rás 1. Söngurinn vísar til sönglína frumbyggja Ástralíu sem líta svo á að land sé lifandi og til að halda því á lífi þurfi að „syngja það fram“.

„Hægt verður að njóta verksins víða á höfuðborgarsvæðinu en við mælum með því að njóta verksins við Sæbrautina og ekki gleyma að stilla vasadiskóin eða snjallsímana á RÁS 1,“ samkvæmt fréttatilkynningu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert