Hlýjasti dagur sumarsins

Blíðskaparveður var á landinu öllu í dag.
Blíðskaparveður var á landinu öllu í dag. Skapti Hallgrímsson

Dagurinn í dag var sá hlýjasti sem af er sumri og fór hitastigið yfir tuttugu gráður á þremur stöðum.

Í Húsafelli fór hitinn í 21,1 gráðu en í Bræðratungum og á Þingvöllum náði hitinn 21 gráðu. Blíðskaparveður hefur verið á landinu öllu í dag og lítil breyting verður með kvöldinu þar sem búist er við hlýindum og hægri átt í kvöld og nótt. 

Sólin verður einnig á lofti á morgun og á sunnudag þar sem heiðskírt verður eða léttskýjað víðast hvar og hiti á bilinu 15 til 22 stig þó svalara verði við sjóinn.

Á mánudag verður hins vegar aðeins svalara þar sem skýjað verður og lítilsháttar rigning víðast hvar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert