Skeldýrarækt nánast bönnuð

Miklu nær væri að kalla lög um skeldýrarækt lög um bann við skeldýrarækt. Pétur Reimarsson, forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins, segir erfitt að sjá fyrir sér að lögin hvetji til fjárfestinga. Reglurnar sem uppfylla þurfi séu fleiri en komið verði á tölu.

Pétur fjallaði um málið á ársfundi Umhverfisstofnunar í síðasta mánuði. Hann sagði að enginn vafi væri á því að unnt væri að einfalda alla stjórnsýslu, leyfisveitingar og eftirlit með atvinnulífinu verulega frá því kerfi sem byggt hefur verið upp á undanförnum áratugum og ná sama árangri, en með mun minni tilkostnaði.

„Það blasir við að hátt flækjustig regluverksins dregur úr vexti fyrirtækja og heldur aftur af stofnun nýrra. Þess vegna er svo brýnt að minnka flækjustig og kostnað fyrirtækja við að fylgja reglum,“ sagði hann.

Ný lög um skeldýrarækt voru samþykkt á Alþingi sumarið 2011. Bent hefur verið á að síðan þá hafi nýliðun verið afar lítil  ef einhver  í greininni og fjárfestingar nánast engar.

Pétur segir lögin lýsa vandanum sem við er að etja ágætlega.

Skriffinnskan mikil

Í grunninn er skeldýrarækt einföld aðgerð. Hún felst í því að leggja kaðla í sjó og bíða eftir því að kræklingar festi sig þar á og vaxi upp í tiltekna stærð.

En að fá leyfi til að stunda kræklingarækt er ekki svo einfalt mál.

Til að byrja með þarf að fá starfsleyfi frá Umhverfisstofnun eða heilbrigðiseftirliti, en það fer eftir því hve umfangsmikil starfsemin verður. Þaðan fara umsóknirnar til umsagnar fjölmargra aðila.

Þá eru tilraunaleyfi veitt til að hámarki sex ára og um þau fjalla Fiskistofa, viðkomandi sveitarstjórn, Matvælastofnun, Landhelgisgæslan, byggingarfulltrúi, Hafrannsóknastofnun, Samgöngustofa, Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Umsóknin um tilraunaleyfi skal vera skrifleg og þar eiga jafnframt að koma fram upplýsingar um eignaraðild að skeldýraræktarstöð, fagþekkingu umsækjenda um tilraunaleyfi á viðkomandi sviði, stærð og umfang starfsemi og tegundir, starfsleyfi Umhverfisstofnunar, samningur við eiganda viðkomandi lands og loks yfirlýsing bygginga- eða skipulagsfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.

Áður en gefin eru út ræktunarleyfi þarf leyfishafi, eða umsækjandinn, að láta framkvæma heilnæmiskönnun. Hún kostar nokkur hundruð þúsunda króna sem leyfishafinn þarf sjálfur að greiða. Ræktun og veiðar skeldýra eru síðan aðeins heimilar á ræktunarsvæðum sem Matvælastofnun hefur viðurkennt á grundvelli heilnæmiskannana.

Þarf að byrja allt upp á nýtt

Ef allt er í lagi getur kræklingaræktarbóndinn sótt um ræktunarleyfi en þá hefst allt ferlið upp á nýtt. Bóndinn þarf aftur að senda Matvælastofnun öll gögn og stofnunin þarf aftur að leita umsagnar frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orkustofnun, Siglingastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, viðkomandi sveitarfélagi og Landhelgisgæslunni.

Enn er ýmislegt ótalið, svo sem uppskeruheimild, sem er veitt á grundvelli greiningar á eiturþörungum í sjó og á þörungaeitri í skelfisk, sem og sjálft vinnsluleyfið.

Í lögunum segir jafnframt að hvenær sem er sé hægt að afturkalla tilraunaleyfi og ræktunarleyfi séu aðstæður – að mati Matvælastofnunar – óviðunandi vegna hættu á mengun eða annarra ófyrirsjáanlegra aðstæðna.

Borgar úr eigin vasa

Leyfishafinn þarf enn fremur að standa straum af öllum helstu kostnaðarþáttum við eftirlitið, svo sem launum starfsfólksins sem sinnir störfum vegna útgáfu leyfa og eftirlits, öðrum kostnaði vegna starfsfólks, þar með talið vegna aðstöðu, áhalda, búnaðar, þjálfunar, ferðalaga og tengds kostnaðar, og kostnaði við greiningu á rannsóknastofu og sýnatöku, svo eitthvað sé nefnt.

Pétur bendir á að ekki sé verið að kalla eftir því að dregið verði úr efnislegum kröfum til fyrirtækjanna, heldur að beitt verði nútímalegum aðferðum við eftirlitið, dregið úr skörun og reynt að gæta ýtrustu hagkvæmni.

„Það eru atvinnurekendurnir sjálfir sem bera ábyrgð á sínum rekstri, framleiðslu sinni og þjónustu. Það eru þeir sem verða fyrir tjóni ef eitthvað bregður út af í rekstrinum og það er þeirra hagur að starfa í samræmi við lög og reglur. 

Það er hins vegar mikill misskilningur að opinbert eftirlit, sama hve umfangsmikið það er, geti komið í veg fyrir alla ágalla í búnaði, vöru eða þjónustu. Þar ráða fyrirtækin og viðskiptavinir þeirra mestu.“

Hann segir að íslenskt samfélag þurfi á því að halda að sem flestir vilji stofna fyrirtæki og að gata þeirra sé greið. Fólk þurfi að geta hafið rekstur og tekið áhættu með uppbyggingu nýrrar starfsemi. „Það eru hagsmunir allra. Þannig þróast samfélagið áfram, ný verðmæti verða til, störf skapast og lífskjörin batna.“  

mbl.is/Kristján
mbl.is/Kristján
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »

Eldur logaði í stút gaskúts

Í gær, 22:39 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi í Kópavoginum um áttaleytið í kvöld, eftir að eldur kviknaði á stút gaskúts undir gasgrilli þar sem verið var að grilla. Meira »

Fékk áfall undir stýri og ók út af

Í gær, 22:25 Umferðaróhapp varð á Fjarðarheiði á Austfjörðum í dag þegar eldri maður keyrði útaf veginum. Vegfarendur sem komu að manninum látnum hófu strax endurlífgunartilraunir og hringdu á lögreglu. Meira »

Varðhald framlengt til 18. ágúst

Í gær, 21:57 Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana í Mosfellsdal í síðasta mánuði, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi. Meira »

Almenningur fær að tjá sig um fjársjóðsleitina

Í gær, 21:10 Almenningur mun geta tjáð sig um starfsleyfisumsókn bresku fjársjóðsleitarmannanna að sögn forstjóra Umhverfisstofnunnar. Umsóknin hafi verið send til umsagnar og muni svo fara í hefðbundið ferli. Meira »

Þyrlan sótti veikan sjómann

Í gær, 20:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í dag á fiskiskipi við strendur Norðurlands. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni fór þyrlan í loftið um fimmleytið og lenti þremur klukkutímum síðar, um áttaleytið, við Borgarspítala. Meira »

Lengi að telja 31 unga á sundi

Í gær, 20:58 „Ég var lengi að telja þá alla því þeir voru alltaf að fara í kaf. Þetta var alveg glæsilegt,“ segir Sigurjón Guðmundsson áhugaljósmyndari sem tók í gær mynd af toppönd með hvorki meira né minna en 31 unga á sundi á Skorradalsvatni í Skorradal. Meira »

Býr til líkjör úr íslenskri mjólk

Í gær, 20:30 „Ég er bara búinn að vera að dunda mér við þetta í eldhúsinu heima,“ segir Pétur Pétursson, en hann hefur verið að þróa íslenskan mjólkurlíkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu. Meira »

Akranes má ekki sigla á Þjóðhátíð

Í gær, 19:51 Samgöngustofa hefur hafnað beiðni Eimskips um að fá að sigla ferjunni Akranesi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Akranesferjan hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Meira »

27,7 stig – hitamet sumarsins slegið

Í gær, 19:15 Hitamet sumarsins féll í dag, þegar 27,7 gráður mældust á Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Hiti hefur ekki mælst jafnhár frá því árið 2012, þegar hann mældist 28 gráður. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á vakt, segir veður verða áfram með svipuðu móti á morgun en svo fari það kólnandi. Meira »

Segja dauðann bíða sín í heimalandinu

Í gær, 19:00 „Ég er dauður maður ef ég fer aftur til Nígeríu. En þetta snýst ekki um mig heldur dóttur mína. Ég vil að hún fái tækifæri á betra lífi,“ segir Sunday Iserien, nígerískur hælisleitandi sem hefur búið hér á landi ásamt eiginkonu sinni og dóttur í eitt og hálft ár, en verður á næstunni vísað úr landi. Meira »

Kökur gleðja og kalla fram bros

Í gær, 18:47 Karen Kjartansdóttir, sem er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir að mennt, vinnur á næturvöktum á Landakoti og á frí aðra hverja viku. Þá situr hún ekki auðum höndum heldur bakar kökur, sem hún skreytir af hjartans lyst og gefur stundum samstarfsfólki sínu að smakka. Meira »

Stærsta sumar í komu skemmtiferðaskipa

Í gær, 17:55 Tæplega sex þúsund manns komu til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum í dag. Er þetta mesti fjöldi gesta í sumar til þessa og stærsta sumarið í komu skemmtiferðaskipa. Í fyrra komu tæplega 99 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum, en í ár eru þeir rúmlega 127 þúsund. Meira »

Vinna hörðum höndum að því að laga hallann

Í gær, 17:32 „Við erum, stjórnin og starfsfólkið, að vinna að því að rétta af hallann,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, í samtali við mbl.is. Neytendasamtökin settu tilkynningu á vef sinn í gær þar sem fram kemur að starfsemi samtakanna muni halda áfram með óbreyttu sniði. Meira »

Miklar umferðatafir á Suðurlandsvegi

Í gær, 18:15 „Þetta getur ekki annað en farið í vitleysu,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi um miklar umferðatafirnar sem nú eru á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið hafi verið kvartað undan þungri umferð. Meira »

Malbikað á Keflavíkurflugvelli (myndir) myndasyrpa

Í gær, 17:45 Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum á Keflavíkurflugvelli þar sem verið er að malbika báðar flugbrautirnar, leggja nýjar flýtireinar sem munu gera það að verkum að brautirnar nýtast enn betur, skipta út öllum raflögnum og flugbrautarljósum fyrir ljós sem nota mun minni orku. Meira »

Skrautleg smáfluga uppgötvuð í Surtsey

Í gær, 17:18 Í leiðangri sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar fönguðu skordýrafræðingar skrautlega smáflugu sem ekki hefur fundist hér á landi áður. Einnig hefur grávíðir bæst á flórulista eyjarinnar. Meira »
Bella 530 Excel hraðbátur
Bella 530 Excel hraðbátur. Vandað harðviðardekk. Mercury 135 hp optimax mótor, ...
Hreinsa þakrennur/ ryðbletta þök
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...