Skeldýrarækt nánast bönnuð

Miklu nær væri að kalla lög um skeldýrarækt lög um bann við skeldýrarækt. Pétur Reimarsson, forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins, segir erfitt að sjá fyrir sér að lögin hvetji til fjárfestinga. Reglurnar sem uppfylla þurfi séu fleiri en komið verði á tölu.

Pétur fjallaði um málið á ársfundi Umhverfisstofnunar í síðasta mánuði. Hann sagði að enginn vafi væri á því að unnt væri að einfalda alla stjórnsýslu, leyfisveitingar og eftirlit með atvinnulífinu verulega frá því kerfi sem byggt hefur verið upp á undanförnum áratugum og ná sama árangri, en með mun minni tilkostnaði.

„Það blasir við að hátt flækjustig regluverksins dregur úr vexti fyrirtækja og heldur aftur af stofnun nýrra. Þess vegna er svo brýnt að minnka flækjustig og kostnað fyrirtækja við að fylgja reglum,“ sagði hann.

Ný lög um skeldýrarækt voru samþykkt á Alþingi sumarið 2011. Bent hefur verið á að síðan þá hafi nýliðun verið afar lítil  ef einhver  í greininni og fjárfestingar nánast engar.

Pétur segir lögin lýsa vandanum sem við er að etja ágætlega.

Skriffinnskan mikil

Í grunninn er skeldýrarækt einföld aðgerð. Hún felst í því að leggja kaðla í sjó og bíða eftir því að kræklingar festi sig þar á og vaxi upp í tiltekna stærð.

En að fá leyfi til að stunda kræklingarækt er ekki svo einfalt mál.

Til að byrja með þarf að fá starfsleyfi frá Umhverfisstofnun eða heilbrigðiseftirliti, en það fer eftir því hve umfangsmikil starfsemin verður. Þaðan fara umsóknirnar til umsagnar fjölmargra aðila.

Þá eru tilraunaleyfi veitt til að hámarki sex ára og um þau fjalla Fiskistofa, viðkomandi sveitarstjórn, Matvælastofnun, Landhelgisgæslan, byggingarfulltrúi, Hafrannsóknastofnun, Samgöngustofa, Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Umsóknin um tilraunaleyfi skal vera skrifleg og þar eiga jafnframt að koma fram upplýsingar um eignaraðild að skeldýraræktarstöð, fagþekkingu umsækjenda um tilraunaleyfi á viðkomandi sviði, stærð og umfang starfsemi og tegundir, starfsleyfi Umhverfisstofnunar, samningur við eiganda viðkomandi lands og loks yfirlýsing bygginga- eða skipulagsfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.

Áður en gefin eru út ræktunarleyfi þarf leyfishafi, eða umsækjandinn, að láta framkvæma heilnæmiskönnun. Hún kostar nokkur hundruð þúsunda króna sem leyfishafinn þarf sjálfur að greiða. Ræktun og veiðar skeldýra eru síðan aðeins heimilar á ræktunarsvæðum sem Matvælastofnun hefur viðurkennt á grundvelli heilnæmiskannana.

Þarf að byrja allt upp á nýtt

Ef allt er í lagi getur kræklingaræktarbóndinn sótt um ræktunarleyfi en þá hefst allt ferlið upp á nýtt. Bóndinn þarf aftur að senda Matvælastofnun öll gögn og stofnunin þarf aftur að leita umsagnar frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orkustofnun, Siglingastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, viðkomandi sveitarfélagi og Landhelgisgæslunni.

Enn er ýmislegt ótalið, svo sem uppskeruheimild, sem er veitt á grundvelli greiningar á eiturþörungum í sjó og á þörungaeitri í skelfisk, sem og sjálft vinnsluleyfið.

Í lögunum segir jafnframt að hvenær sem er sé hægt að afturkalla tilraunaleyfi og ræktunarleyfi séu aðstæður – að mati Matvælastofnunar – óviðunandi vegna hættu á mengun eða annarra ófyrirsjáanlegra aðstæðna.

Borgar úr eigin vasa

Leyfishafinn þarf enn fremur að standa straum af öllum helstu kostnaðarþáttum við eftirlitið, svo sem launum starfsfólksins sem sinnir störfum vegna útgáfu leyfa og eftirlits, öðrum kostnaði vegna starfsfólks, þar með talið vegna aðstöðu, áhalda, búnaðar, þjálfunar, ferðalaga og tengds kostnaðar, og kostnaði við greiningu á rannsóknastofu og sýnatöku, svo eitthvað sé nefnt.

Pétur bendir á að ekki sé verið að kalla eftir því að dregið verði úr efnislegum kröfum til fyrirtækjanna, heldur að beitt verði nútímalegum aðferðum við eftirlitið, dregið úr skörun og reynt að gæta ýtrustu hagkvæmni.

„Það eru atvinnurekendurnir sjálfir sem bera ábyrgð á sínum rekstri, framleiðslu sinni og þjónustu. Það eru þeir sem verða fyrir tjóni ef eitthvað bregður út af í rekstrinum og það er þeirra hagur að starfa í samræmi við lög og reglur. 

Það er hins vegar mikill misskilningur að opinbert eftirlit, sama hve umfangsmikið það er, geti komið í veg fyrir alla ágalla í búnaði, vöru eða þjónustu. Þar ráða fyrirtækin og viðskiptavinir þeirra mestu.“

Hann segir að íslenskt samfélag þurfi á því að halda að sem flestir vilji stofna fyrirtæki og að gata þeirra sé greið. Fólk þurfi að geta hafið rekstur og tekið áhættu með uppbyggingu nýrrar starfsemi. „Það eru hagsmunir allra. Þannig þróast samfélagið áfram, ný verðmæti verða til, störf skapast og lífskjörin batna.“  

mbl.is/Kristján
mbl.is/Kristján
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sækir fisk í soðið í Djúpavík

20:12 „Þetta var allt til gamans gert og rétt til þess að fá fisk í soðið. Aflinn fer til heimilis og fjölskyldu og afganginn fá vinir og vandamenn,“ segir Ágúst Guðmundsson. Meira »

Innköllunarkerfinu ekki breytt

20:10 Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi innköllunarkerfis heilsugæslunnar þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir segi kerfið ófullnægjandi og telji það eigan stóran þátt í þátttaka í bólusetningum barna við 12 mánaða og 4 ára aldur hafi dregist saman á milli ára. Meira »

Sjálfstæðismenn þeir einu sem voru á móti

20:05 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að hún hafi lagt það til á fundi formanna flokka á Alþingi í dag að sameinast yrði um nýtt breytingaaákvæði við stjórnarskrá. Meira »

Kennir túlkun tarotspila

19:45 Spinna örlaganornirnar örlög okkar eða höfum við sjálf eitthvað um framtíð okkar að segja? Guðrún Tinna Thorlacius, markþjálfi og hómópati, er ekki svo viss um að Urður, Verðandi og Skuld sitji sveittar saman að spinna örlög manna, en hún segir að ástæða sé fyrir öllum okkar ákvörðunum. Hún hefur því einsett sér að kenna fólki að setja sér markmið og læra að þekkja þá braut sem það er á og leiðrétta ef þörf reynist. Ein leið er að hennar sögn að nýta sér aðstoð svokallaðra tarotspila. Meira »

Brottvísun geti valdið óafturkræfu tjóni

19:17 „Það er því alveg ljóst að öryggi og velferð fjölskyldunnar er hætta búin verði henni vísað frá Íslandi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fimm manna fjölskyldu frá Gana. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í dag ákvörðun Útlendingastofnunar um að fjölskyldan skuli yfirgefa landið. Meira »

Listræn ljósmóðir sem málar og skrifar

18:58 „Nei alls ekki, þetta er bara áhugamál,“ segir Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur spurð um myndlist sína en hún hefur málað og haldið myndlistarsýningu þrátt fyrir að hafa í nægu að snúast bæði í námi og starfi sem hjúkrunarfræðingur og nú verðandi ljósmóðir. Meira »

Greiða Guðmundi tvær og hálfa milljón

18:34 „Málinu er lokið með því að við greiðum 2,5 milljónir í málskostnað og miskabætur,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins í samtali við mbl.is. RÚV mun greiða Guðmundi Spartakusi tvær og hálfa milljón vegna ummæla í sjö fréttum í miðlum RÚV í fyrra. Meira »

Allir flokkar nema tveir náðu samkomulagi

18:39 Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Þeir tveir flokkar setja sig hins vegar ekki upp á móti þeim málum sem verða sett á dagskrá á þingfundi sem boðaður verður á morgun. Meira »

Gæsluvarðhald vegna gruns um peningaþvætti

18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag að nígerískur karlmaður skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um peningaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 19. október. Meira »

Röst tók niðri við Landeyjahöfn

17:24 Farþegaferjan Röst, sem leysir Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja, tók niðri í útsiglingu frá Landeyjahöfn um miðjan daginn í dag. Kafari var kallaður til að meta hvort eitthvert tjón hefði orðið. Meira »

Orbis et Globus vígt í Grímsey

16:51 Listaverkið „Orbis et Globus“ – Hringur og kúla – var vígt í Grímsey í dag. Það var byggt eftir vinningstillögu Kristins E. Hrafnssonar og Studio Granda í samkeppni sem haldin var um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn. Verkið er nyrst á eynni. Listaverkið er kúla, þrír metrar í þvermál. Meira »

Handtóku skipstjóra á Vestfjörðum

16:24 Skipstjóri fiskibáts á Vestfjörðum var handtekinn aðfaranótt síðastliðins mánudags vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Þrír voru í áhöfn bátsins þegar hann kom til löndunar í höfn á norðanverðum Vestfjörðum og reyndist lögskráningu ábótavant, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Meira »

Lést í kjölfar árásar

16:09 Konan sem lést í kjölfar líkamsárásar í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld hét Sanita Brauna, 44 ára, frá Lettlandi. Meira »

„Ung var ég gefin Njáli“

15:46 „Þetta er ungur maður og leiðtogi sem við litum mjög upp til og okkur þótti gaman að því að fylgja. Hann var staðfastur í trú sinni og við fylgdum honum. Við erum mjög stolt af þeim verkum sem við unnum og stolt af staðfestu hans.“ Meira »

Rannsaka meint kynferðisbrot

15:27 Lögreglunni á Vestfjörðum barst kæra er varðar meint kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað í heimahúsi þar sem gleðskapur fór fram um helgina. Einn var handtekinn. Honum var sleppt lausum enda ekki talin ástæða til að halda honum lengur í þágu rannsóknarhagsmuna en málið er til rannsóknar. Meira »

Krufningu lokið og stutt í niðurstöður

16:04 Krufningu á líki konunnar sem lést eftir líkamsrárás í Hagamel á fimmtudagskvöldið er lokið. Niðurstöðu er að vænta fyrir vikulok að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Meira »

Sigurður Ingi ekki á fundi formanna

15:45 Formenn allra flokka sem eiga sæti á þingi funda nú með forseta Alþingis í þeirri von um að ná samkomulagi um með hvað hætti verður hægt að ljúka þingstörfum. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, situr fundinn í fjarveru Sigurður Inga Jóhannssonar, formanns flokksins. Meira »

Ákall um að Katrín verði ráðherra

15:15 Mikið fylgi Vinstri grænna í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna gæti að einhverju leyti skýrst af ákalli um að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verði forsætisráðherra. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Meira »
Hoppukastalar.is -Candyfloss-Popp-leikir
Bjóðum upp à ýmisslegt fyrir barnaafmæli , fjölskyldusamkomur o.fl. Hoppukastala...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...