Þrír af tíu gefa ekki stefnuljós

Þrír af hverjum tíu ökumönnum sem beygðu út af Reykjanesbraut og inn á Krísuvíkurveg gáfu ekki stefnuljós þegar starfsmenn VÍS fylgdust með umferðinni þar í síðustu viku.

Ökumenn 163 ökutækja af 231 gáfu stefnuljós en margir þeirra gerðu það reyndar allt of seint eða eftir að þeir voru komnir inn á beygjuakreinina sem þarna er.

Þetta kemur fram í frétt VÍS

Þar segir að stefnuljósinu sé ætlað að veita öðrum ökumönnum upplýsingar um hvert förinni er heitið og liðka þannig fyrir flæðinu og auka öryggi. Þar af leiðandi er lítið er á því að græða þegar það er gefið í beygjunni að heita má.   

Stefnuljósnotkun virðist meiri utan þéttbýlis en innan því í sambærilegri könnun í fyrra á hringtorgi við Bæjarhraun í Hafnarfirði gaf aðeins þriðjungur bílstjóra stefnuljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert