Rannsókn á hópnauðgun fer að ljúka

mbl.is/Eggert

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hópnauðgun í Breiðholti er langt á veg komin og mun henni ljúka í þessum mánuði. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar, segir í samtali við mbl.is að stefnt sé að því að ljúka henni í lok júní.

Málið fer þá til ákæruvaldsins sem tekur ákvörðun um framhaldið, þ.e. hvort ákæra verði gefin út eður ei. 

Fimm pilt­ar á aldr­in­um 17 til 19 ára eru grunaðir um að hafa nauðgað sex­tán ára stúlku aðfaranótt sunnu­dags­ins 4. maí. Þeir voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. maí.

Pilt­arn­ir hafa all­ir geng­ist við því að hafa haft sam­far­ir við stúlk­una, en segj­ast hafa talið að hún væri því samþykk. Pilt­un­um ber þó ekki sam­an um at­b­urðinn og at­b­urðarás hon­um tengda.

Mynd­bands­upp­taka, sem tek­in var á síma eins pilt­anna fimm sem eru kærðir, styður framb­urð stúlk­unn­ar, að mati lög­reglu. 

Að sögn Gunnars hefur lögreglan tekið skýrslu af fjölmörgum í tengslum við rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert