Reiknað með að virkja fljótt

Stækkun Búrfells mun létta álagi á eldri virkjuninni og viðbótarorkan …
Stækkun Búrfells mun létta álagi á eldri virkjuninni og viðbótarorkan svarar til notkunar lítils kísilvers mbl.is

Ef vel verður haldið á spöðunum verður hægt að bjóða út hönnun Búrfells II í haust og bjóða út framkvæmdir við virkjunina á seinnihluta næsta árs.

Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, reiknar með að virkjunin verði byggð eins fljótt og unnt er, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu hefur auglýst breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem gert er ráð fyrir viðbótarvirkjun við Búrfell. Fyrirhugað virkjunarsvæði er að mestu leyti á milli Búrfells og Sámsstaðamúla og hefur því þegar verið raskað að stærstum hluta vegna fyrri framkvæmda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert