UNESCO styður Miðbaugs-minjaverkefnið

Jóhann Sigmarsson í franska þorpinu Oradour-sur-Glane.
Jóhann Sigmarsson í franska þorpinu Oradour-sur-Glane. Ljósmynd/Miðbaugs-minjaverkefnið

Miðbaugs-minjaverkefnið, sem leitt er af kvikmyndagerðar- og listamanninum Jóhanni Sigmarssyni og felst í því að endurnýta sögulegar minjar og vinna úr þeim listaverk, hefur hlotið alþjóðlega stuðningsyfirlýsingu frá UNESCO, Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, að sögn Jóhanns og verður haldin listsýning á vegum þess í höfuðstöðvum stofnunarinnar í náinni framtíð. Jóhann segir UNESCO hafa veitt leyfi fyrir því að hópurinn sem stendur að verkefninu nýti heimsminjar frá Hiroshima við listsköpun sína.

Miðbaugs-minjaverkefnið á nú í samstarfi við sendiráð Japans á Íslandi og Hiroshima-borg, að hans sögn. Miðbaugs-minjahópurinn vinnur einnig að því að fá minjar úr franska þorpinu Oradour-sur-Glane, sem hefur staðið óhreyft frá 10. júní 1944 þegar nær allir bæjarbúar voru teknir af lífi af SS-sveitum, og er einnig kominn með minjar um Berlínarmúrinn til að vinna úr. Þá stendur einnig til að gera heimildarmynd um verkefnið, Sagan á bak við Söguna, og er Friðrik Þór Friðriksson einn framleiðenda hennar. Frekari upplýsingar um Miðbaugs-minjaverkefnið má finna á vef þess, http://www.40074km.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert