Goshverinn Strókur er ekki forgangsverkefni

Strókur hefur verið lokaður síðan borgin festi kaup á Perlunni.
Strókur hefur verið lokaður síðan borgin festi kaup á Perlunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lokun goshversins Stróks í Öskjuhlíð á ekki endilega að verða til frambúðar, að sögn Hjálmars Sveinssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar.

„Ekki hefur verið forgangsverkefni að halda Stróki opnum en þar með er ekki sagt að skrúfað hafi verið fyrir til eilífðar. Það getur vel verið að vilji verði til að opna hann aftur og því lít ég á þetta sem millibilsástand,“ segir Hjálmar. Málið hefur ekki komið inn á borð umhverfis- og skipulagsráðs.

Strókur hefur verið lokaður síðan borgin keypti Perluna árið 2012 en rekstrarkostnaður hans er talinn of mikill til að halda honum opnum. Það var Orkuveita Reykjavíkur sem byggði goshverinn árið 1998.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert