Lagði ekki mat á öll gögn

Hæstiréttur.
Hæstiréttur. Morgunblaðið/Eyþór

Hæstiréttur hefur ómerkt dóm í kynferðisbrotamáli og vísað málinu aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Rétturinn segir að héraðsdómur hafi ekki lagt mat á öll þau sönnunargögn sem færð voru fram áður en dómur var kveðinn upp, auk þess sem ný gögn hafi síðar komið fram.

Í málinu var karlmaður á þrítugsaldri dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart 14 ára stúlku og haft við hana samræði.

Hæstiréttur sagði ekki væri hægt að leggja efnisdóm á málið sem þess að héraðsdómur lagði ekki mat á öll sönnunargögn. Þá þurfi frekari rannsókn á tiltekinni ljósmynd úr farsíma mannsins, en því sé borið við að hún sé af stúlkunni nakinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert