Steypireyður rakst í skonnortu

Skonnortan Hildur er fallegt fley sem hér siglir inn að …
Skonnortan Hildur er fallegt fley sem hér siglir inn að Raufarhöfn. mbl.is/Erlingur B. Thoroddsen

„Fólkið hafði bara gaman af þessu. Það var enginn hræddur,“ sagði Aðalgeir Bjarnason skipstjóri í samtali við Morgunblaðið.

Í gærkvöldi rak steypireyður sig í skutinn á skonnortunni Hildi sem var við hvalaskoðun á miðjum Skjálfandaflóa á vegum Norðursiglingar á Húsavík. Ekkert tjón varð, hvalinum virtist ekki verða meint af og enginn var í hættu að sögn Aðalgeirs.

Um þrjátíu erlendir ferðamenn voru um borð í skonnortunni þegar atvikið varð, segir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert