Atvinnulífið vill doktora

Doktorar í Háskóla Íslands.
Doktorar í Háskóla Íslands.

„Atvinnulíf og þjóðlíf á Vesturlöndum kallar eftir doktorum þar sem sérhæfing starfa hefur aukist mjög undanfarin ár og aukin þörf er fyrir fólk sem sinnt getur rannsóknum víða í samfélaginu,“ segir Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands.

Í júnímánuði eru 18 doktorsvarnir við Háskóla Íslands. Ef allt gengur að óskum munu 45 ljúka doktorsnámi við Háskóla Íslands í lok júní. Líkur eru á að brautskráðir doktorar frá HÍ verði enn fleiri en í fyrra en þá luku 52 námi.

Doktorsnemum við Háskóla Íslands fjölgaði töluvert fram til ársins 2010, en fjöldi þeirra hefur verið í jafnvægi síðan þá. Frá 2006 til 2011 fór háskólinn gagngert í aðgerðir til að fjölga doktorsnemum og einn liður í því var að efla styrkjakerfið til doktorsnáms. Þá mun Háskólinn á Akureyri leggja fram umsókn í lok sumars um leyfi til að bjóða upp á doktorsnám, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert