Bæta stíga og merkingar í Reykjadal í kjölfar slysa

Úr laugunum í Reykjadal
Úr laugunum í Reykjadal

„Reykjadalurinn er virkt háhitasvæði. Virkir hverir geta færst til svo að huga þarf að hverju skrefi,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Björgunarsveitarmenn fóru síðastliðinn sunnudag í Reykjadal inn af Hveragerði til aðstoðar manni sem stigið hafði í hver og brunnið illa á fótum. Sá var borinn til móts við sjúkrabíl og fluttur á slysadeild.

Að sögn Aldísar hafa allmörg slys orðið í Reykjadal. Þau urðu kveikjan að því að í fyrra tóku Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Eldhestar og Landbúnaðarháskóli Íslands, sem er með starfsstöð að Reykjum í Ölfusi, saman höndum um umhverfisbætur á þessum slóðum. Göngustígar hafa verið lagðir, merkingum og léttum girðingum komið upp og fleira.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert