Gæti verið sjötti blendingshvalurinn við Íslandsstrendur

Þessi hvalur er með ugga langreyðar og litarhaft steypireyðar. Sérfræðingur …
Þessi hvalur er með ugga langreyðar og litarhaft steypireyðar. Sérfræðingur telur hugsanlegt að um sjaldgæfan blending sé að ræða. mbl.is/Marianne Helene Rasmussen

Ekki er vitað hvers vegna hvalir ólíkra tegunda sækja hverjir í aðra og eignast saman afkvæmi. Nýverið varð vart við hval á Skjálfandaflóa sem talinn er vera svokallaður blendingur, afkvæmi steypireyðar og langreyðar.

Með því að skjóta að hvalnum sýnatökuör úr til þess gerðri byssu tókst vísindamönnum Hafró að ná úr honum sýni. Ef grunur þeirra reynist á rökum reistur er þar um að ræða sjötta blendingshvalinn sem finnst við Íslandsstrendur. Slíkir blendingar eru afar líkir langreyðum ofan frá séð í sjónum og hafa því verið veiddir í misgripum. Komið hefur í ljós að blendingshvalir geta getið afkvæmi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert