Ók af stað með lyklana á þakinu

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fékk nýverið ábendingu um konu sem virtist mjög ölvuð og ráfaði eftir Vesturlandsvegi. Höfðu þeir sem létu lögregluna vita af ferðum konunnar áhyggjur af öryggi hennar enda færi umferðin æðandi framhjá konunni.

„Venju samkvæmt fór okkar fólk á staðinn og fann fljótt konuna. Hún reyndist vera að leita að lyklunum sínum, en hún hafði orðið svo óheppinn að skilja lyklana eftir á toppi bifreiðarinnar en ók síðan af stað. Varla þarf að taka fram að konan var bláedrú. Við vonum að þið njótið helgarinnar - við verðum á vaktinni!“

Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert