Lífeyrissjóðir á leigumarkað

Leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er að stækka með innkomu fjársterkra aðila …
Leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er að stækka með innkomu fjársterkra aðila á markaðinn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Undanfarið hafa stórir aðilar á fjármálamarkaði leitað til Íbúðalánasjóðs og spurst fyrir um eignir sem henta til útleigu. Unnið er að fjármögnun eins slíks verkefnis þar sem 156 íbúðir eru keyptar í einu lagi.

Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að þarna séu á ferð lífeyrissjóðir, fjársterkir aðilar og ýmsir fjárfestingasjóðir sem vilja kaupa fjölda eigna til útleigu.

„Félögin eru oft stofnuð í kringum eignirnar en svo eru fjársterkari aðilar að baki sem sjá um fjármögnunina. Áhuginn er meiri en áður og menn eru líklegri til að klára verkefnin. Það þýddi ekkert að standa í þessu fyrir tveimur árum. Þá var ekkert að gerast. Nú sýna nokkrir aðilar þessu áhuga,“ segir Sigurður í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag um áhugann á eignum ÍLS.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert