Tveir með réttarstöðu sakbornings

AFP

Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á meintum brotum lögreglumanns sem er sakaður um óeðlilegar flettingar í lögreglukerfi ríkislögreglustjóra, LÖKE, er að ljúka og mun málið berast inn á borð ríkissaksóknara á föstudag. Upphaflega voru þrír með réttarstöðu sakbornings í málinu en nú eru þeir tveir.

Lögreglumaðurinn er sakaður um að hafa notfært sér aðgang sinn m.a. til að grafast fyrir um um fórn­ar­lömb kyn­ferðisof­beld­is. Hann og tveir aðrir menn voru handteknir í tengslum við málið, en lögreglumaðurnin var sakaður um að hafa deilt upplýsingunum með þeim. 

Annar mannanna er fyrrverandi starfsmaður símafyrirtækisins Nova og hinn er lögmaður. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara hefur lögmaðurinn ekki lengur réttarstöðu sakbornings í málinu. 

Öllum mönnum var vikið frá störfum, að minnsta kosti tímabundið, vegna málsins. 

Lögreglan á Suðurnesjum, sem rannsakar málið fyrir hönd ríkissaksóknara, segir að málið muni fara til embættisins á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert