Ursus stefnir Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Ursus ehf., félag Heiðars Guðjónssonar fjárfestis, hefur stefnt Seðlabanka Íslands (SÍ) og Eignasafni Seðlabanka Íslands (ESÍ) fyrir að hafa ekki staðið við samning um sölu á Sjóvá Almennum (Sjóvá) árið 2010.

Ursus telur að SÍ og ESÍ hafi bakað sér bótaskyldu og krefst þess að fá greiddar bætur upp á rúmlega 1,4 milljarða kr. ásamt vöxtum en til vara rúmlega 1,26 milljarða ásamt vöxtum. Þá gerir Ursus kröfu um að fá allan málskostnað greiddan.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, að því er fram kemur í umfjöllun um málssóknina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert