Verða að afhenda PISA-gögn

mbl.is/Hjörtur

Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg verður að aflétta leynd af gögnum um PISA-könnunina sem framkvæmd er í grunnskólum landsins. Á það bæði við um niðurstöður könnunarinnar og gögn sem starfsmenn borgarinnar hafa unnið upp úr niðurstöðunum. 

Borgin hafði haldið því fram að umrædd gögn væru vinnugögn og því undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum. Hafði borgin í úrskurði sínum því hafnað beiðni um aðgang að upplýsingunum. Úrskurðarnefndin hafnaði þeim rökstuðningi og skyldaði borgina til þess að afhenda bæði gögn úr könnuninni sjálfri og gögn sem unnin voru af starfsmönnum Reykjavíkurborgar úr niðurstöðum könnunarinnar. 

Þá taldi úrskurðarnefndin einnig að Reykjavíkurborg hafi í úrskurði sínum ekki tekið afstöðu til þess hvort hvort veita skyldi aðgang í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögunum. Með því hafi afgreiðsla borgarinnar brotið gegn lögum. 

Úrskurðurinn í heild sinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert