Workforce A liðið fyrst í mark

Workforce A liðið kemur í mark í WOWCyclothon keppninni 2014.
Workforce A liðið kemur í mark í WOWCyclothon keppninni 2014. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Liðið Workforce A var fyrst í mark í WOW Cyclothon hjólakeppninni en liðið var að renna í mark við Rauðavatn.  Team Örninn fylgdi fast á eftir og var einungis nokkrum sekúndum á eftir Workforce yfir marklínuna.

Það tók Workforce A liðið 39 klukkustundir og 12 mínútur um það bil að hjóla hringinn kringum landið, samkvæmt fyrstu upplýsingum. Ef það reynist réttur tími þá er það besti tími í keppninni hingað til.

Bætt við klukkan 11:42

Einungis sjónarmunur skilur á milli fyrstu tveggja liðanna sem komu í mark.

1. Workforce A - 39:12:45 
2. Orninn Trek - 39:12:45
3. Hledslulidid - 39:54:54

Það eru þeir Emil Þór Guðmundsson, Ingvar Ómarsson, Óskar Ómarsson og Tigran Korkotyan sem hjóluðu fyrir Workforce A. Bílstjórar liðsins eru þeir Sölvi Sig og Ingi Már Helgason.

Að sögn Ingvars var það erfiðasta við keppnina, sem hófst klukkan 19 hjá A-liðum þann 24. júní, að vaka. Það er þrennt sem tekur við núna: steik, bernaise sósa og svefn.

Ingvar segir þá tilbúna að taka þátt að ári en þeir eru búnir að æfa stíft fyrir keppnina undanfarna mánuði.

Bræðurnir Ingvar og Óskar Ómarssynir eru sigursælir hjólreiðakappar, en báðir hafa þeir verið í verðlaunasætum á fjölmörgum hjólreiðamótum undanfarin ár. Emil Þór Guðmundsson ættu flestir hjólreiðakappar landsins að þekkja, en hann er einn af eigendum Kríu hjólaverkstæðis og verslunar. Tigran Korkotyan er frá Armeníu og hefur keppt í stórum hjólreiðakeppnum um allan heim, meðal annars í Mexíkó, Tyrklandi, Kína og Póllandi, að því er fram kemur á vef keppninnar.

 Facebooksíða liðsins

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Brunað fram hjá Litlu kaffistofunni.
Brunað fram hjá Litlu kaffistofunni. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Hjólað fram hjá ljósmyndara mbl.is á ógnarhraða
Hjólað fram hjá ljósmyndara mbl.is á ógnarhraða mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Beðið við markið
Beðið við markið Facebook síða WOW Cylothon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert