Standa í stríði um skólastofur

Tvær stofur félagsins brunnu til grunna á lóð Rimaskóla í ...
Tvær stofur félagsins brunnu til grunna á lóð Rimaskóla í lok apríl mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tvær færanlegar skólastofur í eigu Svifflugfélags Íslands voru fluttar á geymslusvæði sunnan Straumsvíkur í gærkvöldi, en þær höfðu staðið óhreyfðar á lóð Rimaskóla í ríflega ár frá kaupum. Svifflugfélag Íslands hefur staðið í miklum deilum við yfirvöld vegna málsins, en félagið vildi fá að flytja þrjár stofur á svæði sitt við Sandskeið fljótlega eftir kaupin vorið 2013.

Þetta reyndist þó hægara sagt en gert þar sem stofurnar eru yfir löglegri hámarksbreidd farms og þarf því að flytja þær með lögreglufylgd. Fyrstu beiðni Svifflugfélagsins um flutningsheimild var hafnað af Samgöngustofu, en hún krafðist heimildar frá sveitarfélagi áfangastaðarins, Sandskeiðs.

Lögsögumál voru í ólestri

Lögsögumál voru þá óljós á svæðinu og gerðu nokkur sveitarfélög lögsögukröfu á Sandskeið. Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbær gerðu ekki athugasemd við málið en Kópavogsbær hafnaði stöðuleyfi fyrir stofurnar. Höfnunin var á þeim forsendum að beiðni Svifflugfélagsins um stöðuleyfi samræmdist ekki grein 2.6.1. í byggingarreglugerð. Byggingafulltrúi hafnaði því erindi félagsins.

Nýlegur úrskurður óbyggðanefndar kveður á um að afréttur Seltjarnarneshrepps hins forna sé innan staðarmarka Kópavogsbæjar, en Sandskeið fellur innan þess svæðis. Bæjaryfirvöld í Kópavogi fara því nú með lögsögu og skipulagsvald á Sandskeiði.

Segir málið stranda á lögreglustjóra

Svifflugfélagið kærði höfnun Samgöngustofu til innanríkisráðuneytisins.
Eftir umfjöllun umboðsmanns Alþingis felldi ráðuneytið höfnunina úr gildi og samþykkti kröfu félagsins um að ekki væri lagaheimild til að krefjast heimildar sveitarfélags og aðeins lögreglustjóri gæti neitað flutningsheimild.

Kristján Sveinbjörnsson, formaður Svifflugfélags Íslands, segir málið þó enn hafa tafist en það hafi strandað hjá lögreglustjóra.

„Lögreglustjóri hafnaði flutningsleyfi á Sandskeið á sömu ólögmætu forsendum og Samgöngustofa og krefst heimildar Kópavogs fyrir flutningunum,“ segir Kristján.

Höfnun byggingafulltrúa Kópavogs á stöðuleyfi fyrir stofurnar var kærð til Úrskurðarnefndar um auðlindamál og er þar í ferli, en Kópavogsbær mun ekki aðhafast frekar þar til nefndin hefur skilað niðurstöðu sinni að sögn upplýsingafulltrúa bæjarins.

Tvær stofur brunnu til grunna

Svifflugfélagið keypti fimm færanlegar skólastofur við Rimaskóla um vorið 2013. Félagið seldi eina stofuna Fisfélaginu, en hún var flutt á Hólmsheiði vandkvæðalaust. Að sögn Kristjáns stóð síðan til að flytja þrjár stofur á Sandskeið og selja þá fjórðu, en félagsmenn töldu upphaflega að ekki yrði vandkvæðum bundið að fá leyfi fyrir slíkum flutningum.

Síðastliðinn apríl kviknaði eldur í tveimur stofanna og þær brunnu til grunna, en Kristján segist lengi hafa óttast að slíkt atvik gæti átt sér stað.

„Við vorum búnir að vara við því margoft að þetta gæti gerst, enda mikil hætta á íkveikju þegar stofurnar stóðu þarna auðar,“ segir Kristján.

Kristján segir tryggingamál á stofunum hafa verið erfið þar sem þær voru á lóð Reykjavíkur.
„Félagið gat ekki tryggt stofurnar á sínu nafni þar sem þær voru á lóð borgarinnar. Við sömdum hins vegar við tryggingafélagið og borgina um að fá umboð til þess að ganga frá þeim málum þegar búið væri að flytja stofurnar.“

Keyrðu yfir Sandskeið á leið til Straumsvíkur

Stofurnar tvær sem eftir standa voru fluttar á geymslusvæði sunnan Straumsvíkur í gær, en Kristján telur nokkuð athyglisvert hvernig staðið var að þeim flutningum.

„Við neyddumst til þess að beygja okkur undir geðþóttaákvörðun lögreglustjóra og flytja stofurnar til Straumsvíkur. Samgöngustofnun, sama stofnun og ásamt lögreglu synjar um heimild til að flytja stofurnar á Sandskeið, krafðist þess hins vegar að stofurnar yrðu fluttar í gegnum Sandskeið á leið sinni til Straumsvíkur. Þaðan fara þær Bláfjallaveginn yfir til Hafnarfjarðar,“ segir Kristján.

Um 100 meðlimir eru í Svifflugfélaginu, þar af 50 virkir, en Kristján telur yfirvöld með framgöngu sinni fara illa með lítið íþróttafélag.

„Yfir 500 tímar af vinnu liggja í málinu, en við fáum alltaf sama svarið frá yfirvöldum. Það eru skilaboð um að við getum bara kært sýnist okkur svo. Við höfum gert það nokkrum sinnum og höfum reynt að leysa þetta mál af öllum mætti í meira en ár.“

Frétt mbl.is: Sandskeið tilheyrir Kópavogi

Frétt mbl.is: Fengu ekki að flytja skólastofurnar

Svifflugfélagið vildi fá að flytja skólastofurnar á svæði sitt á ...
Svifflugfélagið vildi fá að flytja skólastofurnar á svæði sitt á Sandskeiði mbl.is/Árni Sæberg
Flytja þarf stofurnar í lögreglufylgd, en Kristján segir málið stranda ...
Flytja þarf stofurnar í lögreglufylgd, en Kristján segir málið stranda á lögreglustjóra sem neiti að flytja þær án samþykkis Kópavogsbæjar mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Verðum að hlusta og gera betur

14:45 „Nú á dögum standa vonir til að við séum á tímamótum: Hingað og ekki lengra, heyrist um heim allan. Yfirgangur verður ekki lengur liðinn. Við verðum að hlusta, við verðum að gera betur. Við sem búum hér saman í þessu samfélagi,“ sagði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í ávarpi sínu við setningu Alþingis. Meira »

Pálma Jónssonar minnst á Alþingi

14:41 Steingrímur J. Sigfússon, starfsaldursforseti Alþingis, minntist Pálma Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra, á þingsetningarfundi í dag, en Pálmi lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 9. október eftir langvarandi veikindi. Hann var á 88. aldursári. Meira »

Birgir Ármanns og Helga Vala í kjörbréfanefnd

14:41 Birgir Ármannsson, sem var formaður kjörbréfanefndar á síðasta þingi, Birgir Þórarinsson, Björn Leví Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórunn Egilsdóttir voru í dag skipuð í kjörbréfanefnd. Meira »

Afhenda þingmönnum „Skerðingarspilið“

14:09 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, mun í dag afhenda alþingismönnum 63 jólapakka ásamt hvatningu til góðra verka. Formenn allra þingflokka á Alþingi taka við pökkunum fyrir hönd sinna þingmanna. Meira »

Þingsetningarathöfn hafin

13:49 Setning 148. löggjafaþings fer fram í dag. Þingsetningarathöfnin hófst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn gengu fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Meira »

Fastur bíll lokar þjóðvegi 1

13:35 Þjóðvegi 1 við Jökulsárlón er lokaður um óákveðinn tíma vegna flutningabíls sem er skorðaður fastur í hálku við afleggjarann að aðstöðunni við lónið. Meira »

Búið að bera kennsl á líkið

12:52 Lögregla hefur borið kennsl á lík manns sem fannst í Foss­vog­in­um um fjög­ur­leytið í fyrradag. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir það í samtali við mbl.is en maðurinn var Íslendingur á fertugsaldri. Meira »

Hafþór Eide aðstoðarmaður Lilju

13:02 Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.   Meira »

Úreltur tölvubúnaður rannsóknarskipa

12:47 Tölvubúnaður hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er orðinn nærri 20 ára gamall og er framleiðandinn hættur þjónustu á búnaðinum. Ef búnaðurinn bregst er skipið ónothæft í langan tíma og ógnar þetta rekstraröryggi skipsins. Meira »

Aukin framlög til Gæslunnar

12:41 Áætlað er að veita rúmum 4,3 milljörðum króna til Landhelgisgæslu Íslands vegna málefna landhelginnar. Heildarfjárheimildin til málaflokksins hækkar um 307,9 milljónir króna frá gildandi fjárlögum. Meira »

Telur almenning illa svikinn

12:28 Samfylkingin gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Sé þetta fjárlagafrumvarp borið saman við fjárlagafrumvarpið sem sú ríkisstjórn sem sprakk í haust lagði fram, kemur í ljós að einungis er gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins. Meira »

298 milljónir vegna kynferðisbrota

12:19 Alls verður 298 milljónum króna veitt til innleiðingar aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrota, samkvæmt fjárlögunum. Meira »

Hámark afsláttar lækkar um 250 þúsund

11:55 Uppi eru áform um að afnema afslátt bílaleiga af vörugjöldum á ökutæki umfram það sem gildir um fólksbifreiðar almennt, að því er segir í nýjum fjárlögum. Hámark ívilnunar á hvern bíl mun lækka úr 500 þúsund krónur í 250 þúsund í ársbyrjun 2018 Meira »

Hagkaup innkallar mjúkdýr

11:44 Hagkaup hefur innkallað marglita Ty-mjúkdýr sem líta út eins og púðluhundur. Komið hefur fram galli í saumum á Ty-mjúkdýrinu samanber mynd. Gallinn getur valdið því að fóður „fylling“ getur losnað úr leikfanginu og valdið skaða Meira »

Ríkisstjórnin samþykkir NPA-frumvörp

11:31 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvörp um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) við fatlað fólk. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu hans þessa efnis á fundi sínum í gær. Meira »

BL innkallar Range Rover

11:47 BL hefur innkallað 18 bifreiðar af gerðinni Range Rover og Range Rover Sport, árgerð 2017. Ástæða innköllunar er sú að skyndilega getur slökknað á mælaborðinu. Þegar þetta gerist koma engar upplýsingar fram í mælaborðinu en það kviknar á því aftur í akstri. Meira »

Skoða aðrar leiðir til gjaldtöku

11:38 Áform um tilfærslu ferðaþjónustutengdrar starfsemi úr neðra þrepi virðisaukaskatts í almenna þrepið, sem voru kynnt í fjármálaáætluninni verða lögð til hliðar, samkvæmt nýjum fjárlögum. Meira »

Ævar Þór á rússnesku

11:25 Ævar Þór Benediktsson hefur skrifað undir útgáfusamning við forlag í Rússlandi um útgáfu allra fjögurra bóka sinna úr barnabókaflokknum Þín eigin-bækur á rússnesku. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Vefverslun með ljósmyndavörur
Vefverslun ljosmyndari.is Sendum frítt um land allt. Við erum með gott úv...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...