Standa í stríði um skólastofur

Tvær stofur félagsins brunnu til grunna á lóð Rimaskóla í ...
Tvær stofur félagsins brunnu til grunna á lóð Rimaskóla í lok apríl mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tvær færanlegar skólastofur í eigu Svifflugfélags Íslands voru fluttar á geymslusvæði sunnan Straumsvíkur í gærkvöldi, en þær höfðu staðið óhreyfðar á lóð Rimaskóla í ríflega ár frá kaupum. Svifflugfélag Íslands hefur staðið í miklum deilum við yfirvöld vegna málsins, en félagið vildi fá að flytja þrjár stofur á svæði sitt við Sandskeið fljótlega eftir kaupin vorið 2013.

Þetta reyndist þó hægara sagt en gert þar sem stofurnar eru yfir löglegri hámarksbreidd farms og þarf því að flytja þær með lögreglufylgd. Fyrstu beiðni Svifflugfélagsins um flutningsheimild var hafnað af Samgöngustofu, en hún krafðist heimildar frá sveitarfélagi áfangastaðarins, Sandskeiðs.

Lögsögumál voru í ólestri

Lögsögumál voru þá óljós á svæðinu og gerðu nokkur sveitarfélög lögsögukröfu á Sandskeið. Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbær gerðu ekki athugasemd við málið en Kópavogsbær hafnaði stöðuleyfi fyrir stofurnar. Höfnunin var á þeim forsendum að beiðni Svifflugfélagsins um stöðuleyfi samræmdist ekki grein 2.6.1. í byggingarreglugerð. Byggingafulltrúi hafnaði því erindi félagsins.

Nýlegur úrskurður óbyggðanefndar kveður á um að afréttur Seltjarnarneshrepps hins forna sé innan staðarmarka Kópavogsbæjar, en Sandskeið fellur innan þess svæðis. Bæjaryfirvöld í Kópavogi fara því nú með lögsögu og skipulagsvald á Sandskeiði.

Segir málið stranda á lögreglustjóra

Svifflugfélagið kærði höfnun Samgöngustofu til innanríkisráðuneytisins.
Eftir umfjöllun umboðsmanns Alþingis felldi ráðuneytið höfnunina úr gildi og samþykkti kröfu félagsins um að ekki væri lagaheimild til að krefjast heimildar sveitarfélags og aðeins lögreglustjóri gæti neitað flutningsheimild.

Kristján Sveinbjörnsson, formaður Svifflugfélags Íslands, segir málið þó enn hafa tafist en það hafi strandað hjá lögreglustjóra.

„Lögreglustjóri hafnaði flutningsleyfi á Sandskeið á sömu ólögmætu forsendum og Samgöngustofa og krefst heimildar Kópavogs fyrir flutningunum,“ segir Kristján.

Höfnun byggingafulltrúa Kópavogs á stöðuleyfi fyrir stofurnar var kærð til Úrskurðarnefndar um auðlindamál og er þar í ferli, en Kópavogsbær mun ekki aðhafast frekar þar til nefndin hefur skilað niðurstöðu sinni að sögn upplýsingafulltrúa bæjarins.

Tvær stofur brunnu til grunna

Svifflugfélagið keypti fimm færanlegar skólastofur við Rimaskóla um vorið 2013. Félagið seldi eina stofuna Fisfélaginu, en hún var flutt á Hólmsheiði vandkvæðalaust. Að sögn Kristjáns stóð síðan til að flytja þrjár stofur á Sandskeið og selja þá fjórðu, en félagsmenn töldu upphaflega að ekki yrði vandkvæðum bundið að fá leyfi fyrir slíkum flutningum.

Síðastliðinn apríl kviknaði eldur í tveimur stofanna og þær brunnu til grunna, en Kristján segist lengi hafa óttast að slíkt atvik gæti átt sér stað.

„Við vorum búnir að vara við því margoft að þetta gæti gerst, enda mikil hætta á íkveikju þegar stofurnar stóðu þarna auðar,“ segir Kristján.

Kristján segir tryggingamál á stofunum hafa verið erfið þar sem þær voru á lóð Reykjavíkur.
„Félagið gat ekki tryggt stofurnar á sínu nafni þar sem þær voru á lóð borgarinnar. Við sömdum hins vegar við tryggingafélagið og borgina um að fá umboð til þess að ganga frá þeim málum þegar búið væri að flytja stofurnar.“

Keyrðu yfir Sandskeið á leið til Straumsvíkur

Stofurnar tvær sem eftir standa voru fluttar á geymslusvæði sunnan Straumsvíkur í gær, en Kristján telur nokkuð athyglisvert hvernig staðið var að þeim flutningum.

„Við neyddumst til þess að beygja okkur undir geðþóttaákvörðun lögreglustjóra og flytja stofurnar til Straumsvíkur. Samgöngustofnun, sama stofnun og ásamt lögreglu synjar um heimild til að flytja stofurnar á Sandskeið, krafðist þess hins vegar að stofurnar yrðu fluttar í gegnum Sandskeið á leið sinni til Straumsvíkur. Þaðan fara þær Bláfjallaveginn yfir til Hafnarfjarðar,“ segir Kristján.

Um 100 meðlimir eru í Svifflugfélaginu, þar af 50 virkir, en Kristján telur yfirvöld með framgöngu sinni fara illa með lítið íþróttafélag.

„Yfir 500 tímar af vinnu liggja í málinu, en við fáum alltaf sama svarið frá yfirvöldum. Það eru skilaboð um að við getum bara kært sýnist okkur svo. Við höfum gert það nokkrum sinnum og höfum reynt að leysa þetta mál af öllum mætti í meira en ár.“

Frétt mbl.is: Sandskeið tilheyrir Kópavogi

Frétt mbl.is: Fengu ekki að flytja skólastofurnar

Svifflugfélagið vildi fá að flytja skólastofurnar á svæði sitt á ...
Svifflugfélagið vildi fá að flytja skólastofurnar á svæði sitt á Sandskeiði mbl.is/Árni Sæberg
Flytja þarf stofurnar í lögreglufylgd, en Kristján segir málið stranda ...
Flytja þarf stofurnar í lögreglufylgd, en Kristján segir málið stranda á lögreglustjóra sem neiti að flytja þær án samþykkis Kópavogsbæjar mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ferðaþjónusta á tímamótum

08:38 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að vísbendingar séu um „möguleg vatnaskil í ferðaþjónustu“.  Meira »

Náði í bændur og fólk var á búinu

08:33 Þegar starfsmaður MAST fór í eft­ir­lits­ferð á mjólk­ur­búið Viðvík í Skagaf­irði á fimmtu­dag­inn síðastliðinn og var meinaður aðgang­ur að fjós­inu náði hann í ábúendur á búinu og einnig var fólk á staðnum. Þar af leiðandi var ekkert sem kom í veg fyrir að eftirlit gæti átt sér stað. Meira »

Líkir búnaði Engeyjar RE við komu skuttogaranna

08:18 Engey RE kom í gær úr sinni fyrstu veiðiferð og sjálfvirkt lestarkerfi frá Skaganum 3X reyndist vel í túrnum sem og búnaður á vinnsludekki. Meira »

Stefna á að tvöfalda starfsemina á Íslandi

08:08 andaríska tæknifyrirtækið NetApp sér gríðarlega möguleika í hugbúnaði Greenqloud og stefnir á að tvöfalda starfsmannafjölda á árinu. Vandasamt gæti þó orðið að ráða svo marga forritara og hugbúnaðarverkfræðinga á svo skömmum tíma. Meira »

4.000 heimsóknir

07:57 Sviðsljós Eftirlit á vegum ríkisskattstjóra á vinnustöðum og með heimsóknum í fyrirtæki hefur skilað ágætum árangri á árinu og það sem af er sumri. Meira »

Dísa leitar að sandi í Fossafirði

07:37 Orkustofnun hefur veitt Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni á svæði úti af mynni Fossár í botni Fossfjarðar við Arnarfjörð. Meira »

Óhæfur vegna veikinda

06:02 Ökumaður sem olli umferðaróhappi í Sólheimum um níu leytið í gærkvöldi var færður á lögreglustöð þar sem læknir kom og mat ökumanninn óhæfan til að stjórna ökutæki vegna veikinda.   Meira »

Spá 18 stiga hita í dag

07:18 Spáin gerir ráð fyrir hægum vind í dag og að það verði skýjað með köflum. Hitinn verður 8 til 18 stiga í dag, hlýjast inn til landsins. Búast má við þokulofti við sjávarsíðuna, einkum í vestan golu við Faxaflóa seinnipartinn. Meira »

Tafir á dreifingu Morgunblaðsins

05:46 Tafir verða á dreifingu Morgunblaðsins í dag vegna bilunar í prentsmiðju. Byrjað er að dreifa blaðinu á höfuðborgarsvæðinu en ljóst að einhverjir fá blaðið sitt seinna en venjulega. Meira »

Konurnar fundnar heilar á húfi

05:41 Gönguhópur fann konurnar þrjár sem var í gærkvöldi á gönguleið við Skalla sunnan Landmannalauga um tvö leytið í nótt. Konurnar voru kaldar en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Meira »

BRCA-konur hafa val

05:30 Konur sem eru með BRCA-stökkbreytingu í genum sem eykur áhættuna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka geta nú farið í fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu á Klíníkina í Ármúla og fengið það greitt af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Meira »

20 stiga hitamúr féll í gær

05:30 Í gærdag fór hiti í fyrsta sinn í ágústmánuði þetta árið í 20 gráður. Þetta var í Mörk í Landsveit þar sem er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Í gær var heiðríkja á Suðurlandi og sólin sendi heita geisla sína yfir landið. Meira »

Festir ræðir við erlenda hótelkeðju

05:30 Festir fasteignafélag ræðir nú við erlenda hótelkeðju um leigu á Suðurlandsbraut 18. Breytingar á byggingunni eru í undirbúningi og hafa leigutakar flutt úr húsinu. Meira »

Þörf á fleiri úrræðum í skólunum

05:30 Staðan í sveitarfélögum utan Reykjavíkurborgar um pláss fyrir nemendur sem eru með hegðunar-, geðræna- eða félagslega erfiðleika í sérskólum eða sérdeildum innan grunnskóla er misjöfn, segir Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Ófyrirséðar afleiðingar af Costco

05:30 Jón Gerald Sullenberger í Kosti hefur velt fyrir sér þeirri ákvörðun yfirvalda að leyfa risaverslun eins og Costco að koma inn á þann örmarkað sem Ísland er. Meira »

Rétt að afhenda RÚV tölvupósta

05:30 Vegglistaverk á Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Málað var yfir verkið í síðasta mánuði og í kjölfarið var deilt um ástæður þess og hver bæri ábyrgð. Meira »

Reyndi svik í nafni Costco

05:30 Blaðamanni á Morgunblaðinu barst nýlega tölvupóstur frá „hr. Lee Clark“, sem kvaðst vera innkaupastjóri hjá Costco í Bretlandi. Meira »

Leitað að þremur ferðakonum

01:43 Björgunarsveitir á Suðurlandi leita nú þriggja spænskra ferðakvenna nærri Landmannalaugum. Rúmlega tuttugu manns eru farnir af stað og leit hafin. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Lækjarmel 12
Atvinnuhúsnæði
Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarme...
Atvinna óskast
Starf óskast
Atvinna óskast Véliðnfræðingur / vél...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...