Standa í stríði um skólastofur

Tvær stofur félagsins brunnu til grunna á lóð Rimaskóla í ...
Tvær stofur félagsins brunnu til grunna á lóð Rimaskóla í lok apríl mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tvær færanlegar skólastofur í eigu Svifflugfélags Íslands voru fluttar á geymslusvæði sunnan Straumsvíkur í gærkvöldi, en þær höfðu staðið óhreyfðar á lóð Rimaskóla í ríflega ár frá kaupum. Svifflugfélag Íslands hefur staðið í miklum deilum við yfirvöld vegna málsins, en félagið vildi fá að flytja þrjár stofur á svæði sitt við Sandskeið fljótlega eftir kaupin vorið 2013.

Þetta reyndist þó hægara sagt en gert þar sem stofurnar eru yfir löglegri hámarksbreidd farms og þarf því að flytja þær með lögreglufylgd. Fyrstu beiðni Svifflugfélagsins um flutningsheimild var hafnað af Samgöngustofu, en hún krafðist heimildar frá sveitarfélagi áfangastaðarins, Sandskeiðs.

Lögsögumál voru í ólestri

Lögsögumál voru þá óljós á svæðinu og gerðu nokkur sveitarfélög lögsögukröfu á Sandskeið. Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbær gerðu ekki athugasemd við málið en Kópavogsbær hafnaði stöðuleyfi fyrir stofurnar. Höfnunin var á þeim forsendum að beiðni Svifflugfélagsins um stöðuleyfi samræmdist ekki grein 2.6.1. í byggingarreglugerð. Byggingafulltrúi hafnaði því erindi félagsins.

Nýlegur úrskurður óbyggðanefndar kveður á um að afréttur Seltjarnarneshrepps hins forna sé innan staðarmarka Kópavogsbæjar, en Sandskeið fellur innan þess svæðis. Bæjaryfirvöld í Kópavogi fara því nú með lögsögu og skipulagsvald á Sandskeiði.

Segir málið stranda á lögreglustjóra

Svifflugfélagið kærði höfnun Samgöngustofu til innanríkisráðuneytisins.
Eftir umfjöllun umboðsmanns Alþingis felldi ráðuneytið höfnunina úr gildi og samþykkti kröfu félagsins um að ekki væri lagaheimild til að krefjast heimildar sveitarfélags og aðeins lögreglustjóri gæti neitað flutningsheimild.

Kristján Sveinbjörnsson, formaður Svifflugfélags Íslands, segir málið þó enn hafa tafist en það hafi strandað hjá lögreglustjóra.

„Lögreglustjóri hafnaði flutningsleyfi á Sandskeið á sömu ólögmætu forsendum og Samgöngustofa og krefst heimildar Kópavogs fyrir flutningunum,“ segir Kristján.

Höfnun byggingafulltrúa Kópavogs á stöðuleyfi fyrir stofurnar var kærð til Úrskurðarnefndar um auðlindamál og er þar í ferli, en Kópavogsbær mun ekki aðhafast frekar þar til nefndin hefur skilað niðurstöðu sinni að sögn upplýsingafulltrúa bæjarins.

Tvær stofur brunnu til grunna

Svifflugfélagið keypti fimm færanlegar skólastofur við Rimaskóla um vorið 2013. Félagið seldi eina stofuna Fisfélaginu, en hún var flutt á Hólmsheiði vandkvæðalaust. Að sögn Kristjáns stóð síðan til að flytja þrjár stofur á Sandskeið og selja þá fjórðu, en félagsmenn töldu upphaflega að ekki yrði vandkvæðum bundið að fá leyfi fyrir slíkum flutningum.

Síðastliðinn apríl kviknaði eldur í tveimur stofanna og þær brunnu til grunna, en Kristján segist lengi hafa óttast að slíkt atvik gæti átt sér stað.

„Við vorum búnir að vara við því margoft að þetta gæti gerst, enda mikil hætta á íkveikju þegar stofurnar stóðu þarna auðar,“ segir Kristján.

Kristján segir tryggingamál á stofunum hafa verið erfið þar sem þær voru á lóð Reykjavíkur.
„Félagið gat ekki tryggt stofurnar á sínu nafni þar sem þær voru á lóð borgarinnar. Við sömdum hins vegar við tryggingafélagið og borgina um að fá umboð til þess að ganga frá þeim málum þegar búið væri að flytja stofurnar.“

Keyrðu yfir Sandskeið á leið til Straumsvíkur

Stofurnar tvær sem eftir standa voru fluttar á geymslusvæði sunnan Straumsvíkur í gær, en Kristján telur nokkuð athyglisvert hvernig staðið var að þeim flutningum.

„Við neyddumst til þess að beygja okkur undir geðþóttaákvörðun lögreglustjóra og flytja stofurnar til Straumsvíkur. Samgöngustofnun, sama stofnun og ásamt lögreglu synjar um heimild til að flytja stofurnar á Sandskeið, krafðist þess hins vegar að stofurnar yrðu fluttar í gegnum Sandskeið á leið sinni til Straumsvíkur. Þaðan fara þær Bláfjallaveginn yfir til Hafnarfjarðar,“ segir Kristján.

Um 100 meðlimir eru í Svifflugfélaginu, þar af 50 virkir, en Kristján telur yfirvöld með framgöngu sinni fara illa með lítið íþróttafélag.

„Yfir 500 tímar af vinnu liggja í málinu, en við fáum alltaf sama svarið frá yfirvöldum. Það eru skilaboð um að við getum bara kært sýnist okkur svo. Við höfum gert það nokkrum sinnum og höfum reynt að leysa þetta mál af öllum mætti í meira en ár.“

Frétt mbl.is: Sandskeið tilheyrir Kópavogi

Frétt mbl.is: Fengu ekki að flytja skólastofurnar

Svifflugfélagið vildi fá að flytja skólastofurnar á svæði sitt á ...
Svifflugfélagið vildi fá að flytja skólastofurnar á svæði sitt á Sandskeiði mbl.is/Árni Sæberg
Flytja þarf stofurnar í lögreglufylgd, en Kristján segir málið stranda ...
Flytja þarf stofurnar í lögreglufylgd, en Kristján segir málið stranda á lögreglustjóra sem neiti að flytja þær án samþykkis Kópavogsbæjar mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Múlbindur Reykjavík Media og Stundina

20:36 „Í mínum huga er þetta mjög gróf aðför að lýðræðinu í landinu vegna þess að blaðamenn og blaðamennska á að snúast um það að fjalla um mál sem varða almannahagsmuni sama hver á í hlut,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavík Media. Meira »

Ekki tilbúinn fyrir upptökur RÚV

20:29 Miðflokkurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að flokknum þyki leitt að í málefnaþáttum, sem sýndir eru RÚV, hafi verið tilkynnt að Miðflokkurinn hafi hafnað þátttöku, án eðlilegra skýringa. Meira »

Allir vilja fjölga hjúkrunarrýmum

20:32 Flestir fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru sammála um að auka þyrfti fé til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum. Þetta kom fram í máli fulltrúa stjórnmálaflokkanna á málþingi um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Uppskriftir að náttúruvænum lífsstíl

20:08 Bókin Betra líf án plasts fær hárin kannski ekki til að rísa á höfði fólks, en trúlega verður mörgum um og ó við lesturinn. Víða í bókinni eru hrollvekjandi staðreyndir um það hvernig gífurlegt magn plastúrgangs skaðar umhverfið, lífríkið og okkur sjálf. Góðu tíðindin eru þau að það er hægt að komast af án plasts. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

19:44 „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »

Vara við notkun þráðlauss nets

19:42 Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi-öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Meira »

Kosningaefndir á „hraða snigilsins“

19:29 „Nánast í hverjum einustu kosningum undanfarna áratugi hefur þó ekki skort kosningaloforð til umbóta fyrir eldri borgara, en efndirnar hafa því miður verið á hraða snigilsins og virðist þá litlu skipta hvaða stjórnmálaflokkar hafa farið með völdin.“ Þetta segir Anna Birna Jensdóttir á málþingi SFV, um hver eigi að vera stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

BÍ fordæmir lögbann á Stundina

19:26 „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela.“ Meira »

Falsaðar undirskriftir hjá Miðflokknum

18:38 Sjö undirskriftir á einu meðmælendablaði sem skilað var inn fyrir Miðflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður voru falsaðar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu flokksins. Meira »

Fleiri vilja halda í krónuna

18:02 Fleiri landsmenn eru andvígir því að evran verði tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi í stað krónunnar en eru hlynntir því samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var af Gallup fyrir samtökin Já Ísland sem hlynnt eru inngöngu í Evrópusambandið. Meira »

„Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“

19:11 „Ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti þingmanns, sem nú er forsætisráðherra, er gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún er einnig óréttlætanleg valdbeiting gegn stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi.“ Meira »

Hefur áhyggjur af praktísku hliðinni

18:20 Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að best hefði verið ef framsóknarmenn hefðu átt samtal við samtökin áður en þeir slógu fram jafnviðamikilli tillögu og svissnesku leiðinni í kosningaherferð sinni. Meira »

Samþykkja lögbann á fréttaflutning

17:40 Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst nú síðdegis á kröfu Glitnis HoldCo um að lögbann yrði sett á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media, sem byggir á gögnum innan úr fallna bankanum. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Meira »
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
215/75X16
Til sölu 4st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Mynd af auglýsingu ...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...