Stofna Intersex Ísland

Fáni intersex fólks var búinn til af sambærilegum sam Intersex …
Fáni intersex fólks var búinn til af sambærilegum sam Intersex samtökum Ástralíu árið 2013 Ljósmynd/Wikipedia

Intersex Ísland, ný samtök intersex fólks á Íslandi og aðstandenda þess, voru stofnuð í dag. Fram kemur í fréttatilkynningu að samtökunum sé ætlað að vinna að réttindabaráttu intersex-einstaklinga á Íslandi og veita fræðslu um intersex-málefni auk þess að skapa vettvang þar sem intersex-fólk geti hist og deilt reynslu sinni.

Fram kemur að intersex sé meðfæddur líffræðilegur munur á kyni þar sem ytri eða innri kynfæri eða litningasamstæða samræmast ekki hinum hefðbundnu kynjum. Talið er að við eina af hverjum 1.500-2.000 fæðingum sé intersex-ástand sjáanlegt við fæðingu. Jafnframt segir að stærri hópur beri engin ytri ummerki um intersex-ástand við fæðingu og greinist síðar á lífsleiðinni.

Samtökin munu funda fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í húsnæði Samtakanna 78, en fögnuður fer fram í tilefni stofnunar félagsins í regnbogasal samtakanna í kvöld.

Frétt mbl.is: Lögun kynfæra leið til farsældar?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert