Íslenskt vegabréf dugar til 165 landa

Sem handhafi íslensks vegabréfs kemst þú til alls 165 landa án vegabréfsáritunar. Þetta er niðurstaða könnunar sem tímaritið Good lét framkvæma. Víðast án vegabréfsáritunar komast þeir sem hafa finnsk, sænsk eða bresk skilríki, eða til 173 landa. 

Samkvæmt frétt Turisti.is er Rússland eini áfangastaðurinn sem flogið er til beint frá Íslandi, þar sem sækja þarf um vegabréfsáritun áður en haldið er til landsins.

Til fæstra landa komast handhafar vegabréfs frá Afganistan, eða 28. Svipað gildir um þá frá Írak, Sómalíu og Pakistan.  

Íslendingar eiga að geta komist til allra landa innan  Schengen án vegabréfs, auk Norðurlandanna vegna sérstaks samnings landanna. Hins vegar er slíkt ekki áhættulaust, því sum flugfélög gera kröfu um að farþegar sýni vegabréf sitt sem skilríki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert