Vinnan flytur en fólkið ekki

Fiskistofa hefur frá byrjun árs 2006 haft aðsetur að Dalshrauni …
Fiskistofa hefur frá byrjun árs 2006 haft aðsetur að Dalshrauni í Hafnarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

„Opinber byggðastefna hefur verið sú að reyna eigi að dreifa störfum á vegum ríkisins í meiri mæli en verið hefur að undanförnu,“ segir Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar.

Að flytja stofnun á milli landshluta er einn af mörgum möguleikum stjórnvalda til að dreifa ríkisstörfum, en að sögn Þórodds hefur slíkt allnokkrum sinnum komið til tals í gegnum árin. „Það hefur ekki verið gert oft en nokkrar stofnanir voru þó fluttar um og eftir síðustu aldamót,“ segir hann, en þær eru Skógrækt ríkisins, sem flutt var á Egilsstaði, Byggðastofnun, sem nú er á Sauðárkróki, og Landmælingar Íslands, sem hafa aðsetur á Akranesi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þóroddur allar rannsóknir sýna að fólk sé mun líklegra til að sækja í störf nálægt heimilum sínum en það sé til þess að rífa upp fjölskylduna og elta vinnustaðinn sé hann fluttur á milli staða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert