Heimiluðu njósnir um Ísland

Edward Snowden starfaði áður hjá National Security Agency (NSA)
Edward Snowden starfaði áður hjá National Security Agency (NSA) AFP

Ísland er eitt þeirra 193 landa sem bandarískur dómstóll heimilaði Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) að fylgjast með.  Þetta kemur fram í Washington Post en um er að ræða upplýsingar sem uppljóstrarinn Edward Snowden birti opinberlega. 

Jafnfram var NSA heimilað að safna saman upplýsingum um Alþjóðabankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Evrópusambandið og Kjarnorkumálastofnunina. 

Tekið er fram í fréttinni að þetta þýði ekki endilega að njósnað sé um öll þessi ríki og stofnanir heldur sé heimildin til staðar. 

Listinn yfir lönd sem NSA fékk heimild til þess að njósna um

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert