„Kjaraviðræðum miðar lítið áfram“

Icelandair tapaði 399 m. kr. vegna aðgerða flugvirkja í júní.
Icelandair tapaði 399 m. kr. vegna aðgerða flugvirkja í júní. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

„Kjaraviðræðum miðar lítið áfram. Ekki virðist vera mikill samningsvilji hjá Icelandair,“ segir Maríus Sigurjónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.

Flugvirkjar aflýstu verkfalli 18. júní þegar fyrir lá að setja ætti lögbann á það. Aðspurður í Morgunblaðinu í dag  hvort búast megi við öðru verkfalli bráðlega segir Maríus að svo geti verið.

„Ef ekkert gengur fer að líða að öðru verkfalli. Við höfum ekki ákveðið neitt enn sem komið er, en þolinmæðin er ekki endalaus. Viðræðurnar ganga illa.“ Þá bætir Maríus við að innanríkisráðherra hafi gefið í skyn að lagt verði lögbann á verkfall flugvirkja eigi það sér stað aftur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert