„Hef aldrei framið umboðssvik“

Sigurður Einarsson
Sigurður Einarsson mbl.is/Rósa Braga

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, neituðu báðir sök þegar Chesterfield-málið svonefnda var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Áður hafði Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, gert slíkt hið sama.

„Ákæran er röng, ég hef aldrei framið umboðssvik,“ sagði Sigurður þegar dómari málsins spurði um afstöðu hans til ákærunnar. Magnús kvaðst í kjölfarið saklaus af ákæru sérstaks saksóknara.

Í Chesterfield-mál­inu er ákært fyr­ir lán til Chesterfield United Inc., Partridge Mana­gem­ent Group S.A. og eign­ar­halds­fé­laga þeirra, sam­an­lagt 510 millj­ón­ir evra haustið 2008. Það jafn­gilti nærri 70 millj­örðum króna miðað við gengi evru 7. októ­ber 2008. Sér­stak­ur sak­sókn­ari tel­ur að féð sé allt tapað Kaupþingi.

Að baki lán­veit­ing­un­um lágu viðskipti með svo­nefnd láns­hæfistengd skulda­bréf eða CLN 
(e. Cred­it Lin­ked Notes) sem tengd voru skulda­trygg­ingarálagi eða CDS (e. Cred­it 
Default Swap) Kaupþings.

Sér­stak­ur sak­sókn­ari ákærði vegna lán­veit­ing­anna þá Hreiðar Má, Sig­urð Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formann Kaupþings, og Magnús Guðmunds­son, for­stjóra Kaupþings í Lúx­em­borg. Hreiðar og Sig­urður eru ákærðir fyr­ir umboðssvik og Magnús fyr­ir hlut­deild í brot­um þeirra tveggja.

Verjandi Hreiðars Más hefur lagt fram kröfu um frávísun málsins og verður munnlegur málflutningur um kröfuna þann 8. september næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert