Kjósa á aftur um verkfall

Verkfall gæti verið í vændum hjá flugvirkjum.
Verkfall gæti verið í vændum hjá flugvirkjum. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Flugvirkjar hafa boðað til félagsfundar nk. mánudag. Þar munu félagsmenn kjósa um hvort farið verði í verkfall.

Maríus Sigurjónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segist ætla að standa við gefið loforð. „Við ætlum að standa við gefið loforð, að fara ekki í verkfall fyrir 18. júlí en samningaviðræðurnar ganga ekki vel og ég er ekki bjartsýnn á framhaldið.“

Þó að félagsmenn samþykki verkfall hefur stjórn félagsins rétt til að fresta eða aflýsa verkfallinu. Það var gert 18. júní þegar fyrir lá að lög yrðu sett á verkfallið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert