Mörg tonn og hundrað manns með Timberlake

Justin Timberlake á sviði í Los Angeles í nóvember sl.
Justin Timberlake á sviði í Los Angeles í nóvember sl. mblis/afp

„Það eru að koma fleiri tonn af græjum til landsins. Fjölmargir gámar af dóti. Við þurfum að skaffa alveg rosalega margt hér á Íslandi, í rauninni allt sem er til, og svo koma þeir með helling að auki.“

Þetta segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri tónlistar- og viðburðasviðs hjá Senu sem sér um innflutning og skipulag tónleika Justins Timberlakes, sem fram fara í Kórnum hinn 24. ágúst.

Í Morgunblaðinu í dag segir Ísleifur að hátt í 100 manns muni fylgja Timberlake til landsins en að auki muni um 400 Íslendingar starfa við tónleikahaldið með einum eða öðrum hætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert