Ákvörðun um ákæru tekin fljótlega

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan hefur lokið rannsókn á hópnauðgun í Breiðholti og er málið komið til embættis ríkissaksóknara. Hið sama á við um rannsókn á óeðli­leg­um flett­ing­um í lög­reglu­kerfi rík­is­lög­reglu­stjóra, LÖKE.

Að sögn Friðriks Smára Björg­vins­son­ar, yf­ir­manns rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar, er það nú alfarið í höndum ríkissaksóknara hvort fimm pilt­ar á aldr­in­um 17 til 19 ára sem eru grunaðir um að hafa nauðgað sex­tán ára stúlku í byrjun maí verði ákærðir. Þeir sátu um tíma i gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn málsins.

Pilt­arn­ir hafa all­ir geng­ist við því að hafa haft sam­far­ir við stúlk­una, en segj­ast hafa talið að hún væri því samþykk. 

Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um á meint­um brot­um lög­reglu­manns sem er sakaður um óeðli­leg­ar flett­ing­ar í lög­reglu­kerfi rík­is­lög­reglu­stjóra, LÖKE, er lokið og komið á borð ríkissaksóknara. Upp­haf­lega voru þrír með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu en nú eru þeir tveir.

Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara mun það liggja fyrir innan tíðar hvort ákært verður í málinu.

Rann­skókn á lík­ams­árás á skemmti­staðnum Spot í Kópa­vogi er langt kom­in en ekki vitað hvort mál­inu verði vísað til ákæru­valds­ins, að sögn Friðriks Smára.

Einn maður sat í gæslu­v­arðhaldi í tengsl­um við rann­sókn­ina í viku. Sá er grunaður um að hafa slegið, skallað og hrint öðrum manni sem hlaut lífs­hættu­lega áverka á skemmti­staðnum Spot í Kópa­vogi aðfar­arnótt upp­stign­inga­dags. 

Rann­sókn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu á lík­ams­árás sem átti sér stað við Sel­brekku í Kópa­vogi er einnig langt kom­in að sögn Friðriks Smára en karl­maður fannst liggj­andi í blóði sínu fyr­ir utan hús í göt­unni að morgni 30. maí sl.

Maður sem er grunaður um árás­ina var hand­tek­inn og úr­sk­urður til að sæta gæslu­v­arðhaldi og ein­angr­un til 6. júní sl. Ekki var farið fram á áfram­hald­andi gæslu­v­arðahald. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert