Ekkert hrossakjöt í nautakjötsafurðum

Nautakjöt.
Nautakjöt. AFP

Matvælastofnun tók í síðasta mánuði þátt í samevrópsku eftirlitsverkefni varðandi rannsókn á nautakjötsafurðum á markaði til að kanna hvort þær innihaldi hrossakjöt án þess að þess sé getið á umbúðum. Tekin voru tíu sýni af nautakjötsafurðum. og eru niðurstöðurnar að ekkert hrossakjöt greindist í þeim.

Sýnataka var framkvæmd í verslunum á höfuðborgarsvæðinu og veitingastöðum af Matvælastofnun í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dagana 16. og 18. júní 2014.

Tekin voru tíu sýni af nautakjötsafurðum. Tegundir afurða voru nautahakk, borgarar, lasagna, gúllas og pítubuff. Rannsóknin var gerð hjá Matís ohf. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að ekkert hrossakjöt greindist í nautakjötsafurðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert