Eldsvoði á Eyrarbakka

Brunavarnir Árnessýslu
Brunavarnir Árnessýslu

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út um ellefu leytið vegna elds í hesthúsi og sambyggðri hlöðu í hesthúsahverfinu á Eyrarbakka. Engin hross voru inni við þegar eldurinn kviknaði en nokkrar hænur voru inni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er enn svo mikill reykur inni í húsinu að það er ekki ljóst hvort einhverjar hænur drápust en það er talið ólíklegt.

Ekki er vitað um eldsupptök en rannsóknardeild lögreglunnar er komin á staðinn og mun annast rannsókn á upptökum eldsins.

Hesthúsið er mjög illa farið eftir eldsvoðann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert