Fær áheyrnarfulltrúa í bæjarráði

Framsóknarflokkurinn fékk 8% fylgi og einn bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum í …
Framsóknarflokkurinn fékk 8% fylgi og einn bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ í vor. mbl.is/ÞÖK

Meirihluti bæjarráðs Reykjanesbæjar hafnaði því að Framsóknarflokkurinn fengi ólaunaða áheyrnarfulltrúa í nefndum bæjarins.

Tillaga bæjarfulltrúa Framsóknar um það var rædd og afgreidd á fundi bæjarráðs 3. júlí. Samþykkt var að bæjarfulltrúi Framsóknar yrði launaður áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.

Kristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði fyrst fram tillögu um launaða áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokksins í nefndum bæjarins. Bæjarráð hafnaði því einróma með þeim rökum að þar eð fullnaðarafgreiðsla mála færi fram í bæjarstjórn, en ekki í nefndum, væri ekki talið rétt að fjölga fulltrúum með tilheyrandi kostnaði.

Þá gerðu sjálfstæðismenn tillögu um að bæjarráð heimilaði Framsókn að hafa ólaunaða áheyrnarfulltrúa í nefndum. Tillagan var felld með þremur atkvæðum meirihlutans, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert